Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 12:31 Klæmint Andrason Olsen hefur skorað níu mörk í öllum keppnum með Blikum á tímabilinu. @breidablik_fotbolti Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira