„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 13:01 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara tvö síðustu ár í röð og er með liðið á toppi Bestu deildarinnar fyrir leiki morgundagsins. vísir/Diego „Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Pétur settist niður með Helenu og fór yfir víðan völl í þættinum sem sjá má hér að neðan. Þessi 64 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður, sem á að baki langan þjálfaraferil, fór meðal annars aðeins yfir feril sinn sem atvinnumaður, KR-taugarnar sem eru horfnar og þann mikla liðsstyrk sem Valur hefur fengið í sumar eftir mikið bras á undirbúningstímabilinu. Hann þverneitaði aftur á móti að spá fyrir um úrslit leikjanna í 15. umferð, sem spilaðir verða í dag og á morgun. Helena spurði Pétur einnig út í baráttu hans fyrir hagsmunum knattspyrnukvenna en hann hefur látið vel í sér heyra þegar honum hefur þótt þeim mismunað, líkt og varðandi auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, fantasy-deildir, leiktíma og fleira. „Hafið kannski verið barðar of mikið niður“ „Þú hefur aðeins látið heyra í þér, sem margir hafa fagnað, og kannski fundist vanta að fleiri þjálfarar tækju undir með þér,“ sagði Helena og Pétur svaraði: „Mér finnst bara þurfa að gagnrýna hluti sem eru ekki vel gerðir. Þegar það er verið að mismuna stelpum gagnvart strákum þá þarf að segja eitthvað. Ég er nú kominn á þann aldur að mér er alveg sama hvað fólki finnst. Ég skil vel að það þurfi ekkert allir að gera þetta, og ég ber bara virðingu fyrir því, en ef mér finnst eitthvað þá mun ég halda áfram að tjá mig um það. Ég er alinn upp svoleiðis á Akranesi,“ sagði Pétur. Helena sagðist ekki beinlínis hafa búist við þessari baráttu Péturs þegar hann var að snúa heim úr atvinnumennsku í KR fyrir yfir þremur áratugum, þar sem Helena var einnig leikmaður. Helena tók undir að leikmenn og þjálfarar í knattspyrnu kvenna þyrftu að láta vita af vandamálunum til að þau væru leyst: „Þið hafi kannski verið barðar of mikið niður og kannski ekki tilbúnar til að gera þetta. Það er kannski kominn tími til að allir geri þetta,“ sagði Pétur en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pétur í Bestu upphituninni fyrir 15. umferð Pétur hefur verið þjálfari Vals frá árinu 2017, með afar farsælum árangri, og fyrir leikina í dag og á morgun er Valur í efsta sæti Bestu deildarinnar með tveggja stiga forskot á Breiðablik. 15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls. Með 2-3 leikmenn á æfingu í vetur „Mér finnst deildin hafa verið mjög góð. Hún hefur verið svolítið öðruvísi í ár en undanfarin ár, því það geta allir unnið alla. Það kemur meiri spenna í hvern einasta leik,“ segir Pétur. Hann getur nú teflt fram ansi breyttu liði frá því í upphafi móts, eftir að hafa fengið Önnu Björk Kristjánsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Amöndu Andradóttur úr atvinnumennsku, og Söndru Sigurðardóttur til að taka hanskana úr hillunni, auk þess að fá hina dönsku Lise Dissing. „Það er ekkert samasem-merki á milli þess að fá inn leikmenn og að allt gangi upp. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur. En við þurftum að bregðast við. Við erum búin að vera í miklu basli. Ef ég segi eins og er þá var það þannig þegar við vorum að æfa síðasta vetur að það voru kannski 2-3 leikmenn á æfingu, fyrir utan stráka og yngri flokka stelpur,“ segir Pétur en nánar er rætt við hann í þættinum hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
15. umferð Miðvikudagur, 2. ágúst 18.00 FH - Þór/KA 19.15 Keflavík - Stjarnan Fimmtudagur, 3. ágúst 19.15 Valur - Þróttur R. 19.15 Breiðablik - Selfoss Leik Tindastóls og ÍBV er þegar lokið með 4-1 sigri Tindastóls.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira