Sport

Notaði aðgang mömmu sinnar til að veðja á sjálfan sig

Andri Már Eggertsson skrifar
Aaron Blom er sparkari í Iowa háskólanum
Aaron Blom er sparkari í Iowa háskólanum Vísir/Getty

Ruðningskappinn og sparkarinn Aaron Blom hefur verið ákærður fyrir að hafa veðjað 170 sinnum virði 4400 dollara áður en hann varð 21 árs. Samkvæmt bandarískum lögum má ekki veðja fyrr en viðkomandi hefur náð 21 árs aldri

 

Blom notaði aðgang móður sinnar 170 sinnum til að veðja. Móðir hans vissi af veðmálunum. Blom er sparkari í Iowa háskólanum en hann veðjaði meðal annars átta sinnum á íþróttaviðburði hjá Iowa háskólanum.

Blom veðjaði á leik Iowa gegn Iowa árið 2021 eða Hawkeyes-Cyclones eins og íþróttalið Iowa heita. Hann var varasparkari á þeim tíma og veðjaði á undir 45.5 stig sem var rétt þar sem leikurinn endaði með sigri Hawkeyes 27-17. 

Þrátt fyrir að búið sé að kæra sparkarann er mikill skilningur meðal stuðningsmanna þar sem það er afar algengt að það sé lítið skorað þegar þessi lið mætast.

 

Hann nýtti sér aðgang móður sinnar hjá veðmálafyrirtæki að nafni DraftKings. Háskólinn gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að fimmtán nemendur séu undir rannsókn vegna brots á lögum NCAA. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×