Sport

Borgnesingurinn nældi í brons í Búkarest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla með verðlaunin sín í Búkarest.
Erla með verðlaunin sín í Búkarest. Isaac Morillas Sanchez

Erla Ágústsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í Búkarest í Rúmeníu.

Erla keppti í +87 kg flokki þar sem fyrst var keppt í snörun. Hún lyfti þar 88 kg og var nálægt því að jafna sinn besta árangur en 92kg náðust ekki. Hún hafnaði fjórða sæti í snöruninni.

Þá var komið að jafnhendingu þar sem Erla jafnaði sinn besta árangri með 113 kg lyftu. Það dugði henni til þriðja sætis í jafnhendingu.

Þar með hafði Erla tryggt sér bæði bronsverðlaun í jafnhendingu og samanlögðu.

Sarah Fischer frá Austurríki hafði nokkra yfirburði í keppninni og hlaut 240 stig. Mari Tumasyan frá Armeníu varð önnur með 208 stig og Erla þriðja með 201 stig, tveimur stigum á undan Luiza Sahradyan frá Armeníu.

Erla hefur aðeins keppt í lyftingum í tvö ár. Hún byrjaði í Crossfit árið 2019, þá sautján ára gömul, og kynntist þar lyftingum. Árangur hennar er glæsilegur og vel fagnað ekki síst í heimabænum Borgarnesi.

Upplýsingar af heimasíðu Lyftingasambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×