„Það tók mig rosalega langan tíma að meðtaka það að hann hefði ákveðið sjálfur að deyja“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 07:30 Hrafnhildur ásamt móður sinni og stjúpföður. Hún komst fyrst í kynni við Píetasamtökin þegar systir hennar leitaði þangað í kjölfar þunglyndis. Hún fylgdi systur sinni í nokkur viðtöl. Aðsend „Ég veit í dag að þetta er ekki mín ábyrgð og að það er ekkert sem ég hefði getað gert eða sagt til að koma í veg fyrir þetta,“ segir Hrafnhildur Rósa Guðmundsdóttir en hún missti stjúpföður sinn árið 2021. Hann féll fyrir eigin hendi. Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka, en um 800.000 einstaklingar deyja árlega í sjálfsvígi. Á síðastliðnum áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga á Íslandi verið á bilinu 27-49, eða að meðaltali 39 á ári. Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða voru stofnuð í apríl árið 2016. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hafa samtökin vaxið á gríðarlegum hraða. Frá apríl 2020 til desember 2020 varð 140 prósent aukning í þjónustu samtakanna og því ljóst að þörfin er mikil í samfélaginu. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst Hrafnhildur hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrkar Píeta samtökunum og því mikilvæga starfi sem þar er sinnt. Hafði glímt við þunglyndi í áraraðir Stjúpfaðir Hrafnhildar, Viðar Arnar Baldursson, hafði að hennar sögn glímt við andleg veikindi í mörg ár. „Hann var mjög veikur af þunglyndi, og hafði áður reynt að svipta sig lífi." Um það leyti þegar stjúpfaðir Hrafnhildar fyrirfór sér var hún að undirbúa brúðkaupið sitt. Daginn áður en hún fékk fréttirnar héldu vinkonur hennar gæsapartý fyrir hana og það var mikil gleði og fjör. „Um morguninn vaknaði ég svo þegar mamma hringdi í mig tjáði mér að hann væri farinn. Hún hafði þá komið að honum úti í bílskúrnum heima hjá þeim.“ Hrafnhildur segist þó óska að hún hefði kynnst starfi Píeta samtakanna fyrr.Aðsend Hrafnhildur segist í fyrstu hafa dregið þá ályktun að sjúpfaðir hennar hefði dáið úr hjartaáfalli, þar sem hann hafði verið hjartveikur og gengist undir hjartaaðgerð nokkrum árum áður. „Ég var þess vegna búin að ákveða það í huganum að þetta hefði allt gerst á náttúrulegan hátt, og var búin að sætta mig við það hálfpartinn, áður en ég fékk að vita hvernig hann raunverulega dó. Það voru rosalega blendnar tilfinningar. Það tók mig rosalega langan tíma að meðtaka það, og sætta mig við það að hann hefði ákveðið sjálfur að deyja. Ég upplifði líka reiði út í hann, sérstaklega fyrir að hafa tekið ákvörðun um akkúrat þessa dagsetningu, þegar ég var upplifa ofboðslega mikla gleði.“ Hrafnhildur segir að eins og hjá svo mörgum aðstandendum hafi hún gengið í gegnum miklar tilfinningasveiflur. „Svona hugsanir eins og ég hefði átt að getað komið í veg fyrir þetta. Eða að ég hefði átt að gera eitthvað öðruvísi. Maður hefur oft farið í þennan pakka, að hugsa að ég hefði átt að sjá þetta eða ég hefði átt að vita þetta. En það er svo vont að staldra við það. Ég eiginlega valdi það að stoppa bara í þessari hugsun í smá stund og fara svo þaðan.“ Hún segist einnig hafa dottið í þá gryfju að ásaka sjálfa sig um hvernig fór. „En ég veit að ég var að gera mitt besta á þessum tíma, ég var til staðar og gerði það sem ég gat. Og ég veit að þetta var ekki mitt að laga.“ Mikilvægt að vera til staðar Líkt og fyrr segir hyggst Hrafnhildur taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19.ágúst næstkomandi og styrkja um leið Píetasamtökin, sem hafa reynst henni og fjölskyldunni vel. Hrafnhildur segir að eins og hjá svo mörgum aðstandendum hafi hún gengið í gegnum miklar tilfinningasveiflur, þegar stjúpfaðir hennar féll frá.Aðsend Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki en á heimasíðu samtakanna má nálgast allar nánari upplýsingar. Þá vinna Píeta samtökin einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum Hrafnhildur komst fyrst í kynni við Píetasamtökin þegar systir hennar leitaði þangað í kjölfar þunglyndis. Hún fylgdi systur sinni í nokkur viðtöl. „Hún hafði leitað á marga staði áður, til sálfræðinga og geðlækna en það var bara ekki að hjálpa henni. Ekki fyrr en þarna, hjá Píeta samtökunum. Þar upplifði hún loksins eins og einhver skildi hana og vissi hvað hún væri að ganga í gegnum.“ Hrafnhildur segist þó óska að hún hefði kynnst starfi Píeta samtakanna fyrr, og að stjúpfaðir hefði vitað af þeim sömuleiðis. Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum aðstandendum segir Hrafnhildur benda fólki á að sýna í verki að það sé til staðar fyrir viðkomandi og tilbúið að hjálpa en það sé engu að síður afar mikilvægt að hlúa að sjálfum sér. „Þetta er eins og er alltaf sagt í flugvélunum, þú setur ekki súrefnisgrímuna á einhvern annar áður en þú setur hana á sjálfan þig. Vertu vakandi gagnvart fólkinu í kringum þig, vertu til staðar, en ekki brenna þig út á því. Það að vera til staðar og hlusta er allt sem hægt er að krefjast af þér.“ Hér má heita á Hrafnhildi og styðja við starfsemi Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka, en um 800.000 einstaklingar deyja árlega í sjálfsvígi. Á síðastliðnum áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga á Íslandi verið á bilinu 27-49, eða að meðaltali 39 á ári. Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða voru stofnuð í apríl árið 2016. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hafa samtökin vaxið á gríðarlegum hraða. Frá apríl 2020 til desember 2020 varð 140 prósent aukning í þjónustu samtakanna og því ljóst að þörfin er mikil í samfélaginu. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst Hrafnhildur hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrkar Píeta samtökunum og því mikilvæga starfi sem þar er sinnt. Hafði glímt við þunglyndi í áraraðir Stjúpfaðir Hrafnhildar, Viðar Arnar Baldursson, hafði að hennar sögn glímt við andleg veikindi í mörg ár. „Hann var mjög veikur af þunglyndi, og hafði áður reynt að svipta sig lífi." Um það leyti þegar stjúpfaðir Hrafnhildar fyrirfór sér var hún að undirbúa brúðkaupið sitt. Daginn áður en hún fékk fréttirnar héldu vinkonur hennar gæsapartý fyrir hana og það var mikil gleði og fjör. „Um morguninn vaknaði ég svo þegar mamma hringdi í mig tjáði mér að hann væri farinn. Hún hafði þá komið að honum úti í bílskúrnum heima hjá þeim.“ Hrafnhildur segist þó óska að hún hefði kynnst starfi Píeta samtakanna fyrr.Aðsend Hrafnhildur segist í fyrstu hafa dregið þá ályktun að sjúpfaðir hennar hefði dáið úr hjartaáfalli, þar sem hann hafði verið hjartveikur og gengist undir hjartaaðgerð nokkrum árum áður. „Ég var þess vegna búin að ákveða það í huganum að þetta hefði allt gerst á náttúrulegan hátt, og var búin að sætta mig við það hálfpartinn, áður en ég fékk að vita hvernig hann raunverulega dó. Það voru rosalega blendnar tilfinningar. Það tók mig rosalega langan tíma að meðtaka það, og sætta mig við það að hann hefði ákveðið sjálfur að deyja. Ég upplifði líka reiði út í hann, sérstaklega fyrir að hafa tekið ákvörðun um akkúrat þessa dagsetningu, þegar ég var upplifa ofboðslega mikla gleði.“ Hrafnhildur segir að eins og hjá svo mörgum aðstandendum hafi hún gengið í gegnum miklar tilfinningasveiflur. „Svona hugsanir eins og ég hefði átt að getað komið í veg fyrir þetta. Eða að ég hefði átt að gera eitthvað öðruvísi. Maður hefur oft farið í þennan pakka, að hugsa að ég hefði átt að sjá þetta eða ég hefði átt að vita þetta. En það er svo vont að staldra við það. Ég eiginlega valdi það að stoppa bara í þessari hugsun í smá stund og fara svo þaðan.“ Hún segist einnig hafa dottið í þá gryfju að ásaka sjálfa sig um hvernig fór. „En ég veit að ég var að gera mitt besta á þessum tíma, ég var til staðar og gerði það sem ég gat. Og ég veit að þetta var ekki mitt að laga.“ Mikilvægt að vera til staðar Líkt og fyrr segir hyggst Hrafnhildur taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19.ágúst næstkomandi og styrkja um leið Píetasamtökin, sem hafa reynst henni og fjölskyldunni vel. Hrafnhildur segir að eins og hjá svo mörgum aðstandendum hafi hún gengið í gegnum miklar tilfinningasveiflur, þegar stjúpfaðir hennar féll frá.Aðsend Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki en á heimasíðu samtakanna má nálgast allar nánari upplýsingar. Þá vinna Píeta samtökin einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum Hrafnhildur komst fyrst í kynni við Píetasamtökin þegar systir hennar leitaði þangað í kjölfar þunglyndis. Hún fylgdi systur sinni í nokkur viðtöl. „Hún hafði leitað á marga staði áður, til sálfræðinga og geðlækna en það var bara ekki að hjálpa henni. Ekki fyrr en þarna, hjá Píeta samtökunum. Þar upplifði hún loksins eins og einhver skildi hana og vissi hvað hún væri að ganga í gegnum.“ Hrafnhildur segist þó óska að hún hefði kynnst starfi Píeta samtakanna fyrr, og að stjúpfaðir hefði vitað af þeim sömuleiðis. Aðspurð um hvað hún myndi ráðleggja öðrum aðstandendum segir Hrafnhildur benda fólki á að sýna í verki að það sé til staðar fyrir viðkomandi og tilbúið að hjálpa en það sé engu að síður afar mikilvægt að hlúa að sjálfum sér. „Þetta er eins og er alltaf sagt í flugvélunum, þú setur ekki súrefnisgrímuna á einhvern annar áður en þú setur hana á sjálfan þig. Vertu vakandi gagnvart fólkinu í kringum þig, vertu til staðar, en ekki brenna þig út á því. Það að vera til staðar og hlusta er allt sem hægt er að krefjast af þér.“ Hér má heita á Hrafnhildi og styðja við starfsemi Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira