Vonast til að geta skemmt sér eitthvað líka Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2023 19:39 Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag. Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir umferðina hafa farið rólega af stað en sé smá saman að þyngjast og komi í skorpum yfir Ölfusárbrú. Ekki hafi komið upp nein umferðaróhöpp og hann voni að svo verði áfram. Þorsteinn hvetur fólk sem ætlar austur fyrir Selfoss að fara frekar Þrengslin og sleppa því að fara í gegnum bæinn. „Það myndi létta á brúnni talsvert. Annars geta myndast tappar hérna og langar raðir. Þannig að ég mæli með því að þeir sem eru að fara austur fyrir þeir fari neðri leiðina,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bætir við að fólk sé farið að velja sér þessa leið í meira mæli en áður. En hvaða skilaboð hefur hann til ökumanna um þessa umferðarþungu helgi? „Taka sér góðan tíma í ferðalög og hafa gott bil milli bíla, forðast óþarfa framúrakstra og svo náttúrulega líka áfengi og önnur vímuefni, þau eiga ekki saman í akstri, þannig að menn hafi það í huga.“ Þorsteinn bætir við að lögreglan verði með mjög öflugt umferðareftirlit á Suðurlandi alla helgina. Sjálfur verður hann á vaktinni en vonast til að fá tækifæri til að skemmta sér eitthvað líka og njóta þess sem verslunarmannahelgin hafi upp á að bjóða. „Þetta verður góð helgi, ég vona það.“ Árborg Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir umferðina hafa farið rólega af stað en sé smá saman að þyngjast og komi í skorpum yfir Ölfusárbrú. Ekki hafi komið upp nein umferðaróhöpp og hann voni að svo verði áfram. Þorsteinn hvetur fólk sem ætlar austur fyrir Selfoss að fara frekar Þrengslin og sleppa því að fara í gegnum bæinn. „Það myndi létta á brúnni talsvert. Annars geta myndast tappar hérna og langar raðir. Þannig að ég mæli með því að þeir sem eru að fara austur fyrir þeir fari neðri leiðina,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bætir við að fólk sé farið að velja sér þessa leið í meira mæli en áður. En hvaða skilaboð hefur hann til ökumanna um þessa umferðarþungu helgi? „Taka sér góðan tíma í ferðalög og hafa gott bil milli bíla, forðast óþarfa framúrakstra og svo náttúrulega líka áfengi og önnur vímuefni, þau eiga ekki saman í akstri, þannig að menn hafi það í huga.“ Þorsteinn bætir við að lögreglan verði með mjög öflugt umferðareftirlit á Suðurlandi alla helgina. Sjálfur verður hann á vaktinni en vonast til að fá tækifæri til að skemmta sér eitthvað líka og njóta þess sem verslunarmannahelgin hafi upp á að bjóða. „Þetta verður góð helgi, ég vona það.“
Árborg Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira