Aðeins tíu íbúar eftir í Selvogi en þeir voru um hundrað þegar mest var Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 14:01 Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi, sem er enn með fjárbúskap á Vogsósum en hann verður 92 ár 8. ágúst næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur margt breyst í Selvogi frá því að rúmlega níræður bóndi var að alast þar upp en þá áttu um hundrað manns heima í þorpinu en í dag eru íbúarnir aðeins tíu. Strandarkirkja er þekktast kennileiti Selvogsins. Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Selvogur tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfus en hér erum við að tala um lítið samfélag samhliða Suðurstrandavegi á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum, sem tilheyrir Selvognum og verður 92 ára næsta þriðjudag, segir margt hafa breyst í Selvogi frá því að hann var að alast þar upp. „Þetta er allt komið í eyði núna. Þegar ég var að alast upp þá voru hérna um hundrað manns í Selvoginum en nú er það komið alveg niður undir tíu. Þetta er bara orðin eyðimörk miðað við það sem það var hvað fólkið varðar,“ segir Þórarinn. Í dag eru íbúar í Selvogi aðeins 10 talsins en voru 100 þegar Þórarinn var að alast upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórarinn segir að sumarið hafi verið mjög sérstakt í Selvogi hvað veðrið varðar. „Já, sumarið er búið að vera dálítið óvenjulegt. Vorið var mjög kalt og leiðinlegt veður og svo þegar það fór að líða á þá komu þessir þurrkar, sem eru búnir að vera mikið á annan mánuð og það hefur nánast ekki komið dropi úr lofti hérna í júlí.“ Þórarinn segir að túnin hjá sér séu víða brunninn og líti illa út vegna rigningarleysis, allt sé orðið svo þurrt, ekki bara í Selvogi, heldur víða á Suðurlandi. „Maður heyrir talað um hérna á Suðurlandi að heyskapur sé mjög víða 30% minni en í meðalári,“ segir Þórarinn. Túnin eru illa farin í Selvogi vegna mikilla þurrka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þórarinn segir umferða um Suðurstrandarveg mikla en hún fer öll fram hjá bænum hans. „Það er nú mælir hérna, sem mælir umferðina hérna fyrir neðan túnið hjá mér. Þetta eru um 1500 bílar, sem fara hér um á hverjum degi, sem er ansi mikið,“ segir Þórarinn bóndi í Vogsósum. Strandarkirkja er sennilega þekktasta kennileiti Selvogsins.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira