Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 21:05 Bréfdúfur eru mjög gáfaðar og rata alltaf heim til sín þó þeim sé sleppt á stöðum, sem þeir hafa aldrei verið á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands Hveragerði Fuglar Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands
Hveragerði Fuglar Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira