Gott að taka nokkra daga í að undirbúa breytta svefnrútínu barna og unglinga Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 07:00 Það er ekkert sniðugt að ætla að breyta svefnvenjum hjá börnum og unglingum þegar skólinn hefst. Betra er að taka sér nokkra daga í að breyta svefnrútínunni og ekkert verra ef foreldrar sýna unglingum gott fordæmi. Vísir/Getty Það er eðlilegt að hlutirnir fari svolítið úr skorðum yfir sumartímann. Þar sem svefnrútína og aðrar venjur hjá börnum og fullorðnum riðlast til. Eftir verslunarmannahelgi er þó komið að því hjá flestum fjölskyldum að fara að búa okkur undir rútínuna sem fylgir skólanum og haustinu. Meðal annars að krakkarnir fari aftur fyrr að sofa. Mælt er með því að aðlaga börn inn í þessa rútínu á ný. Annars er hætta á að einhver kvöld fari í grát og gnístan tanna. Því hvernig eiga þau svo sem að fara að sofa klukkan átta eitt kvöldið ef þau hafa sofnað um tíuleytið síðustu vikurnar? Svo dæmi sé tekið. Mælt er með því að taka breytingarnar í 30 mínútna skrefum. Sem þýðir að ef ætlunin er að barnið fari tveimur tímum fyrr að sofa þegar skólinn hefst, þá séu fjórir til fimm dagar teknir í að aðlaga svefnrútínuna. Það sama gildir þá um að barnið sé vakið á morgnana. Þá er gott að draga úr skjátíma í skrefum líka og passa að hann minnki og að ekki sé verið að nota síma eða önnur snjalltæki þegar líður að svefntímanum. Alls kyns hluti er hægt að gera með þeim yngstu, sem gerir það að verkum að þau eru sáttari við breytingarnar. Bað, náttföt og sögulestur er til dæmis alltaf sígilt ráð. Krakkarnir sem eru aðeins eldri þurfa öðruvísi aðlögun. En aðlögun samt sem áður. Það er því gott að ræða við yngstu grunnskólabörnin um að nú sé skólinn bráðum að fara að byrja. Því flest börn eru spennt fyrir því og það getur verið partur af tilhlökkun fyrir skólann að fara smátt og smátt fyrr að sofa á kvöldin. Þegar kemur að unglingsaldrinum er langbest ef foreldrarnir sýna gott fordæmi og koma sinni svefnrútínu líka í rétt horf, en bíða ekki þar til sumarfríinu lýkur eða skólar hefjast. Hér er ekkert síður mikilvægt að setja sér markmið í hægum skrefum. Mikilvægt er síðan að raska ekki svefnrútínunni aftur um helgar. Enn eitt atriðið sem gott er að hafa í huga eru matarvenjur. Oft riðlast þær líka yfir sumartímann en til að undirbúa börnin okkar sem best fyrir skóla- og haustrútínuna, er gott að ná tökum á því að kvöldmatur og matartími sé kominn í rétt horf á heimilinu. Svefnþörf miðað við aldur er tilgreindur á Heilsuveru sem hér segir: Aldur 1-2 ára: Ellefu til fjórtán klukkustundir Aldur 3-5 ára: Tíu til þrettán klukkustundir Aldur 6-13 ára: Níu til ellefu klukkustundir Aldur 14-17 ára: Átta til tíu klukkustundir Svefnþörf fullorðinna eru sjö til níu klukkustundir á nóttu. Fyrir yngstu börnin má lesa nánar um góð ráð HÉR (á ensku). Fyrir grunnskólabörn og unglinga má lesa nánar um góð ráð HÉR (á ensku). Börn og uppeldi Svefn Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgi er þó komið að því hjá flestum fjölskyldum að fara að búa okkur undir rútínuna sem fylgir skólanum og haustinu. Meðal annars að krakkarnir fari aftur fyrr að sofa. Mælt er með því að aðlaga börn inn í þessa rútínu á ný. Annars er hætta á að einhver kvöld fari í grát og gnístan tanna. Því hvernig eiga þau svo sem að fara að sofa klukkan átta eitt kvöldið ef þau hafa sofnað um tíuleytið síðustu vikurnar? Svo dæmi sé tekið. Mælt er með því að taka breytingarnar í 30 mínútna skrefum. Sem þýðir að ef ætlunin er að barnið fari tveimur tímum fyrr að sofa þegar skólinn hefst, þá séu fjórir til fimm dagar teknir í að aðlaga svefnrútínuna. Það sama gildir þá um að barnið sé vakið á morgnana. Þá er gott að draga úr skjátíma í skrefum líka og passa að hann minnki og að ekki sé verið að nota síma eða önnur snjalltæki þegar líður að svefntímanum. Alls kyns hluti er hægt að gera með þeim yngstu, sem gerir það að verkum að þau eru sáttari við breytingarnar. Bað, náttföt og sögulestur er til dæmis alltaf sígilt ráð. Krakkarnir sem eru aðeins eldri þurfa öðruvísi aðlögun. En aðlögun samt sem áður. Það er því gott að ræða við yngstu grunnskólabörnin um að nú sé skólinn bráðum að fara að byrja. Því flest börn eru spennt fyrir því og það getur verið partur af tilhlökkun fyrir skólann að fara smátt og smátt fyrr að sofa á kvöldin. Þegar kemur að unglingsaldrinum er langbest ef foreldrarnir sýna gott fordæmi og koma sinni svefnrútínu líka í rétt horf, en bíða ekki þar til sumarfríinu lýkur eða skólar hefjast. Hér er ekkert síður mikilvægt að setja sér markmið í hægum skrefum. Mikilvægt er síðan að raska ekki svefnrútínunni aftur um helgar. Enn eitt atriðið sem gott er að hafa í huga eru matarvenjur. Oft riðlast þær líka yfir sumartímann en til að undirbúa börnin okkar sem best fyrir skóla- og haustrútínuna, er gott að ná tökum á því að kvöldmatur og matartími sé kominn í rétt horf á heimilinu. Svefnþörf miðað við aldur er tilgreindur á Heilsuveru sem hér segir: Aldur 1-2 ára: Ellefu til fjórtán klukkustundir Aldur 3-5 ára: Tíu til þrettán klukkustundir Aldur 6-13 ára: Níu til ellefu klukkustundir Aldur 14-17 ára: Átta til tíu klukkustundir Svefnþörf fullorðinna eru sjö til níu klukkustundir á nóttu. Fyrir yngstu börnin má lesa nánar um góð ráð HÉR (á ensku). Fyrir grunnskólabörn og unglinga má lesa nánar um góð ráð HÉR (á ensku).
Börn og uppeldi Svefn Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01