Meiðyrðamáli Trump gegn E. Jean Carroll vísað frá Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 07:26 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á E. Jean Carroll. Meiðyrðamáli hans gegn henni hefur nú verið vísað frá og á hann yfuir höfði sér fjölmörg önnur mál. AP/Matt Rourke Meiðyrðamáli Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn pistlahöfundinum E. Jean Carroll var vísað frá af alríkisdómara í New York í gær. Trump höfðaði mál gegn Carrol vegna ummæla hennar um að hann hefði nauðgað henni. Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Réttað var í meiðyrðamálinu í gær og úrskurðaði alríkisdómarinn Lewis Kaplan að ummæli Carroll um að Trump hefði nauðgað henni væru „efnislega sönn“ og skiljanleg í samhengi málsins. Hann vísaði málinu því frá. Trump hafnar öllum ásökunum og hefur áfrýjað úrskurðinum. Carroll hefur aftur á móti höfðað sitt eigið meiðyrðamál gegn Trump vegna opinberra ummæla hans í hennar garð. Trump var í vor dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að hann var fundinn sekur um að hafa brotið á henni kynferðislega. Braut á henni í Bergdorf Goodman Carroll greindi fyrst frá ásökunum sínum vegna kynferðisbrota Trumps sem áttu sér stað á tíunda áratugnum, í grein í New York Magazine árið 2019. Þá neitaði Trump ásökunum, sagðist aldrei hafa hitt Carroll og hún væri ekki hans týpa. E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Í nóvember 2022 höfðaði Carroll einkamál gegn Trump fyrir kynferðisbrot og nauðgun sem áttu sér stað í versluninni Bergdorf Goodmann árið 1995. Málið hafði þá fyrnst en hún vegna nýrra laga sem gerðu fórnarlömbum fyrndra brota kleift að höfða einkamál. Kviðdómur úrskurðaði í málinu í vor að Trump hefði brotið kynferðislega á Carroll en að ekki hefði fengist sannað að hann hefði nauðgað henni. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur og bætur fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega í hennar garð. Í kjölfarið stefndi Trump Carroll fyrir meiðyrði fyrir að hafa sagt opinberlega að hann hefði nauðgað henni. Nú hefur hann líka tapað því máli. En Trump á þó eftir að fara nokkrum sinnum í dómssal til viðbótar þar sem hann á yfir höfði sér 78 ákærur vegna fjölbreyttra brota.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56 Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. 25. apríl 2023 08:56
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21