Hinn 39 ára gamli Inesta samþykkti tilboð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Félagið býður hann velkominn á samfélagsmiðlum sínum.
Fabrizio Romano segir að þetta sé eins árs samningur með möguleika á framlengingu um eitt ár í viðbót.
Emirates Club er nýkomið upp í efstu deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Iniesta lék 674 fyrstu meistaraflokksleiki sína með Barcelona á Spáni og átti þar frábæran tíma. Hann yfirgaf félagið 2018 og hefur undanfarin ár spilað með Vissel Kobe í Japan.
Iniesta varð bæði heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu en hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum á HM í Suður Afriku 2010.