Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna með tilþrifum í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum