Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 07:35 Hin 28 ára Megan Thee Stallion (til hægri) lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez (til vinstri) hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. AP Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10