Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 08:18 Sérfræðingar segja Google vilja setja fordæmi fyrir því að tæknifyrirtækjum sé heimilt að notfæra sér höfundaréttarvarið efni. Getty/Chesnot Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum. Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum.
Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira