Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 09:14 Waiola-kirkjan í Lahaina á Maui alelda í gróðureldunum á þriðjudag. AP/Matthew Thayer/The Maui News Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira