Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 09:14 Waiola-kirkjan í Lahaina á Maui alelda í gróðureldunum á þriðjudag. AP/Matthew Thayer/The Maui News Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira