Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 09:14 Waiola-kirkjan í Lahaina á Maui alelda í gróðureldunum á þriðjudag. AP/Matthew Thayer/The Maui News Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Fellibylurinn Dóra sem átti leið langt suður fyrir Havaíeyjaklasann er sagður eiga þátt í sterkum vindi sem blæs lífi í gróðureldana sem kviknuðu á Maui á þriðjudagskvöld. Ofsinn í eldunum kom íbúum og yfirvöldum á eyjunni á óvart, jafnvel þannig að fullorðnir og börn hafa þurft að kasta sér í sjóinn til þess að forða sér undan bálinu. Þúsundir íbúa og ferðamanna hafa þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði. Yfirvöld segja að tugir manna hafi slasast og óttast að tala látinna gæti hækkað. Neyðarástandi var lýst yfir og leitar- og björgunarstarf er í fullum gangi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra slösuðu eru þrjár manneskjur sem alvarleg brunasár sem voru fluttir á sjúkrahús á Oahu-eyju. Á þriðja hundrað bygginga hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst alveg, að sögn AP-fréttastofunnar. Reuters hefur eftir staðarmiðli að í það minnsta tuttugu séu með alvarleg brunasár. Ferðamenn voru hvattir til að halda sig fjarri eyjunni á meðan slökkvilið glímdi við eldana á fjölda vígstöðva í gær. Vesturhluti Maui var lokaður öllum nema neyðarstarfsmönnum og fólki sem var gert að yfirgefa heimili sín. Aðeins einn vegur til vesturhlutans var enn opinn í gær. Aðeins dróg úr vindstyrknum í gær þannig að flugsamgöngur gátu hafist á ný. Flugmenn gátu þá kannað eyðilegginguna úr lofti. Eyðilegging í Lahaina er gríðarleg.Vísir/EPA Eins og heimsendir eða vígvöllur Miðbær Lahaina, vinsælasta ferðamannastaðar Maui þar sem mörg stór hótel stóðu, er nú að mestu sviðnar rústir. Tugir íbúðarhúsa og fyrirtækja brunnu til grunna, þar á meðal við aðalverslunar- og veitingahúsagötu bæjarins sem var jafnan þéttsetin af ferðamönnum. Eldurinn þyrmdi ekki einu sinni bátum sem lágu í höfninni. „Við vorum að lenda í verstu hamförum sem ég hef nokkurn tímann séð. Öll Lahaina er brunnin til kaldra kola. Þetta eru eins og heimsendir,“ segir Mason Jarvi, íbúi í Lahaina sem komst undan, við Reuters-fréttastofuna. „Það er eins og svæðið hafi orðið fyrir sprengjuárás. Þetta er eins og vígvöllur,“ segir Richard Olsten, þyrluflugmaður sem flaug yfir Lahaina. Bandaríska strandgæslan segir að hún hafi bjargað fjórtán manns sem stukku út í sjó á flótta undan logunum og reyknum, þar á meðal tveimur börnum. Rafmagnsleysti og fjarskiptatruflanir eru sagðar hafa torveldað björgunarstarfið á eyjunni. Sylvia Luke, vararíkisstjóri Havaí, segir að neyðarskýli séu yfirfull og hratt gangi á neyðargögn. Fleiri en 2.100 manns dvöldu í neyðarskýlum á aðfararnótt miðvikudags og tvö þúsund til viðbótar á Kahului-flugvellinum eftir að fjölda flugferða var aflýst. Blanda af þurrum gróðri, roki og litlum raka Bandaríska alríkisstjórnin ræsti út þjóðvarðliðið, sjóherinn, langönguliðið og standgæsluna til þess að aðstoða á Maui, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta sem lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að leggja eyjaskeggjum lið. Barack Obama, fyrrverandi forseti sem fæddist á Havaí, sagðist hugsa til allra þeirra sem ættu um sárt að binda og að erfitt væri að horfa upp á eyðilegginguna í færslu á samfélagmsiðlum í gær. It s tough to see some of the images coming out of Hawai i a place that s so special to so many of us. Michelle and I are thinking of everyone who has lost a loved one, or whose life has been turned upside down.If you d like to help, you can do so here. — Barack Obama (@BarackObama) August 10, 2023 Ekki hefur verið staðfest hvernig eldarnir kviknuðu fyrst en bandaríska veðurstofan segir að þeir hafi verið knúnir áfram af þurrum gróðri, sterkum vindi og lágu rakastigi í lofti. Eldar loga einnig á Stóru eyju, stærstu eyju Havaí, en engar fréttir hafa borist af manntjóni eða eignatjóni þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira