Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2023 20:48 Guðný, markvörður ÍBV, átti stórleik. Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. Eftir að hafa óvænt komist snemma yfir í upphafi leiks sóttu Eyjakonur að marki Þróttar, sem virkuðu hálf skelkaðar eftir að hafa lent undir. Olga Sevcova fór þar fremst í flokki ÍBV, sótti upp vinstri kantinn af gríðarlegum hraða og krafti. En Þróttarar voru ekki lengi að rífa liðið upp, eftir erfiða byrjun stjórnuðu þær leiknum algjörlega síðari hluta hálfleiksins. Héldu boltanum vel og sköpuðu sér aragrúa af marktækifærum. Þróttur sótti mikið upp vængina, fundu mikið pláss uppi í hornunum og tókst að koma boltanum fyrir. Katherine Cousins átti tvö dauðafæri, annað þeirra var skalli framhjá markinu og í hitt skiptið klippti hún boltann rétt yfir. Sæunn Björnsdóttir átti sömuleiðs tvö hættuleg færi og Sierra Marie var í eitt skiptið mjög nálægt því að koma boltanum í netið. Það var í raun ótrúlegt að Þróttur skyldi ekki jafna leikinn fyrir hálfleik. En það tókst strax í upphafi seinni hálfleiks, á 47. mínútu keyrði Sierra Marie upp vinstri kantinn og gaf boltann yfir á Kötlu Maríu sem lúrði á fjærstönginni og kláraði færið af öryggi. ÍBV tókst að vinna sig aðeins inn í leikinn eftir jöfnunarmarkið, en það entist ekki lengi. Þróttur tók fljótlega við taumunum aftur og fóru að sækja í leit að sigurmarkinu. Þrótturum tókst að skapa sér heilan haug af hættulegum færum, áttu mörg skot að marki og fjöldan allan af hornspyrnum og fyrirgjöfum. En stórkostleg frammistaða Guðnýjar Geirsdóttur í marki ÍBV bjargaði stigi fyrir gestina. Guðný átti margar glæsilegar vörslur, kom vel út úr markinu í fyrirgjöfum og sá til þess að leikurinn endaði með jafntefli. Afhverju endaði leikurinn jafntefli? Þróttarar voru klaufar að klára þennan leik ekki, óðu í færum allan leikinn gegn slökum varnarleik ÍBV. Þær munu bölva sjálfum sér að hafa ekki unnið þennan leik. Hverjar stóðu upp úr? Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var að allra mati besti leikmaður vallarins. Varði eins og brjálæðingur og tryggði stigið fyrir sitt lið. Hvað gekk illa? Færanýting Þróttar í þessum leik var hrikaleg, sömuleiðis voru margar fyrirgjafir hjá þeim slakar og rötuðu ekki í það svæði sem miðað var á. Hvað gerist næst? Þróttur fer norður í Skagafjörð og mætir Tindastól. ÍBV tekur á móti Keflavík í botnbaráttuslag. Báðir leikir fara fram næsta þriðjudag, 15. ágúst. Nik: Bara gátum ekki klárað Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Diego „Eins og ég sagði fyrir leik þá verða engar afsakanir hér, hefðum mögulega átt að fá víti en við eigum ekki að treysta á svoleiðis ákvarðanir til að vinna leiki. Við fengum meira en nóg af færum til að klára þennan leik.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, strax að leik loknum. Hann var óánægður með hvernig sitt lið byrjaði leikinn og vonsvikinn að hafa lent marki undir á svo klaufalegan hátt í upphafi leiks. „Byrjuðum leikinn mjög illa, óásættanlegt, leyfðum þeim að halda boltanum án þess að pressa og gefa háan bolta, svo hreinsuðum við ekki almennilega fyrirgjöfina hjá þeim sem var mjög svekkjandi. En eftir það sköpuðum við meira en nóg af færum og heilt yfir var þetta stórfín frammistaða en við bara gátum ekki klárað.“ Heilt yfir segir Nik sitt lið ekki hafa gert mikið betur í þessum leik. Hann viðurkennir þó að færanýting liðsins hafi verið vandamál. „Hefðum kannski átt að teygja á þeim aðeins fyrr, en þegar ég lít til baka er ekkert sem við sem lið hefðum getað gert betur. Kannski þurfum við að fara yfir færanýtingu með leikmönnum, slaka aðeins meira á fyrir markið, en það er ekki yfir neinu að kvarta í spilamennskunni.“ Þróttur er í 3. sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir 2. sætinu. Hefði leikurinn unnist í kvöld væri munurinn 6 stig. Þjálfarinn segir titilvonir Þróttar orðnar að engu. „Ekki eftir þennan leik, það besta sem við getum gert núna er að einbeita okkur að þriðja sætinu, fá heimaleikina í lokaleikjunum. En hvað varðar titilbaráttu held ég að öll von sé úti þar.“ Todor: Greinilega er markmaðurinn okkar búin að æfa vel í vikunni Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var sáttur með stigið sem hans lið fékk í dag. „Miðað við hvernig leikurinn var og eftir síðasta tap hjá okkur heima myndi ég segja að ég væri stoltur af þessu stigi. Að mínu mati eru Þróttur mjög gott lið, þannig að ná í stig á útivelli gegn þeim er sterkt“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Hann þakkar markmanni sínum vörslurnar í þessum leik og segir liðið geta gert betur varnarlega. „Við getum alveg gert betur í vörn en greinilega er markmaðurinn okkar búin að æfa vel í vikunni, vel gert hjá henni.“ Leikplan ÍBV var einfalt og klassískt, lágu langt til baka og reiddu sig á skyndisóknir til að skapa marktækifæri. Þær voru ansi nálægt því að setja mark gegn gangi leiksins þegar Olga Sevcova slapp ein í gegn. „Við vorum með plan sem virkaði stundum, stundum ekki en svona ágætlega vel. Ég hefði viljað sækja meira í seinni hálfleik, náðum ekki að halda boltanum vel en samt kemst Olga í gegn einn á einn, við vorum nálægt því að skora seinna markið en þær vissulega líka“ sagði Todor Hristov að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík ÍBV
Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. Eftir að hafa óvænt komist snemma yfir í upphafi leiks sóttu Eyjakonur að marki Þróttar, sem virkuðu hálf skelkaðar eftir að hafa lent undir. Olga Sevcova fór þar fremst í flokki ÍBV, sótti upp vinstri kantinn af gríðarlegum hraða og krafti. En Þróttarar voru ekki lengi að rífa liðið upp, eftir erfiða byrjun stjórnuðu þær leiknum algjörlega síðari hluta hálfleiksins. Héldu boltanum vel og sköpuðu sér aragrúa af marktækifærum. Þróttur sótti mikið upp vængina, fundu mikið pláss uppi í hornunum og tókst að koma boltanum fyrir. Katherine Cousins átti tvö dauðafæri, annað þeirra var skalli framhjá markinu og í hitt skiptið klippti hún boltann rétt yfir. Sæunn Björnsdóttir átti sömuleiðs tvö hættuleg færi og Sierra Marie var í eitt skiptið mjög nálægt því að koma boltanum í netið. Það var í raun ótrúlegt að Þróttur skyldi ekki jafna leikinn fyrir hálfleik. En það tókst strax í upphafi seinni hálfleiks, á 47. mínútu keyrði Sierra Marie upp vinstri kantinn og gaf boltann yfir á Kötlu Maríu sem lúrði á fjærstönginni og kláraði færið af öryggi. ÍBV tókst að vinna sig aðeins inn í leikinn eftir jöfnunarmarkið, en það entist ekki lengi. Þróttur tók fljótlega við taumunum aftur og fóru að sækja í leit að sigurmarkinu. Þrótturum tókst að skapa sér heilan haug af hættulegum færum, áttu mörg skot að marki og fjöldan allan af hornspyrnum og fyrirgjöfum. En stórkostleg frammistaða Guðnýjar Geirsdóttur í marki ÍBV bjargaði stigi fyrir gestina. Guðný átti margar glæsilegar vörslur, kom vel út úr markinu í fyrirgjöfum og sá til þess að leikurinn endaði með jafntefli. Afhverju endaði leikurinn jafntefli? Þróttarar voru klaufar að klára þennan leik ekki, óðu í færum allan leikinn gegn slökum varnarleik ÍBV. Þær munu bölva sjálfum sér að hafa ekki unnið þennan leik. Hverjar stóðu upp úr? Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var að allra mati besti leikmaður vallarins. Varði eins og brjálæðingur og tryggði stigið fyrir sitt lið. Hvað gekk illa? Færanýting Þróttar í þessum leik var hrikaleg, sömuleiðis voru margar fyrirgjafir hjá þeim slakar og rötuðu ekki í það svæði sem miðað var á. Hvað gerist næst? Þróttur fer norður í Skagafjörð og mætir Tindastól. ÍBV tekur á móti Keflavík í botnbaráttuslag. Báðir leikir fara fram næsta þriðjudag, 15. ágúst. Nik: Bara gátum ekki klárað Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.Vísir/Diego „Eins og ég sagði fyrir leik þá verða engar afsakanir hér, hefðum mögulega átt að fá víti en við eigum ekki að treysta á svoleiðis ákvarðanir til að vinna leiki. Við fengum meira en nóg af færum til að klára þennan leik.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, strax að leik loknum. Hann var óánægður með hvernig sitt lið byrjaði leikinn og vonsvikinn að hafa lent marki undir á svo klaufalegan hátt í upphafi leiks. „Byrjuðum leikinn mjög illa, óásættanlegt, leyfðum þeim að halda boltanum án þess að pressa og gefa háan bolta, svo hreinsuðum við ekki almennilega fyrirgjöfina hjá þeim sem var mjög svekkjandi. En eftir það sköpuðum við meira en nóg af færum og heilt yfir var þetta stórfín frammistaða en við bara gátum ekki klárað.“ Heilt yfir segir Nik sitt lið ekki hafa gert mikið betur í þessum leik. Hann viðurkennir þó að færanýting liðsins hafi verið vandamál. „Hefðum kannski átt að teygja á þeim aðeins fyrr, en þegar ég lít til baka er ekkert sem við sem lið hefðum getað gert betur. Kannski þurfum við að fara yfir færanýtingu með leikmönnum, slaka aðeins meira á fyrir markið, en það er ekki yfir neinu að kvarta í spilamennskunni.“ Þróttur er í 3. sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir 2. sætinu. Hefði leikurinn unnist í kvöld væri munurinn 6 stig. Þjálfarinn segir titilvonir Þróttar orðnar að engu. „Ekki eftir þennan leik, það besta sem við getum gert núna er að einbeita okkur að þriðja sætinu, fá heimaleikina í lokaleikjunum. En hvað varðar titilbaráttu held ég að öll von sé úti þar.“ Todor: Greinilega er markmaðurinn okkar búin að æfa vel í vikunni Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var sáttur með stigið sem hans lið fékk í dag. „Miðað við hvernig leikurinn var og eftir síðasta tap hjá okkur heima myndi ég segja að ég væri stoltur af þessu stigi. Að mínu mati eru Þróttur mjög gott lið, þannig að ná í stig á útivelli gegn þeim er sterkt“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Hann þakkar markmanni sínum vörslurnar í þessum leik og segir liðið geta gert betur varnarlega. „Við getum alveg gert betur í vörn en greinilega er markmaðurinn okkar búin að æfa vel í vikunni, vel gert hjá henni.“ Leikplan ÍBV var einfalt og klassískt, lágu langt til baka og reiddu sig á skyndisóknir til að skapa marktækifæri. Þær voru ansi nálægt því að setja mark gegn gangi leiksins þegar Olga Sevcova slapp ein í gegn. „Við vorum með plan sem virkaði stundum, stundum ekki en svona ágætlega vel. Ég hefði viljað sækja meira í seinni hálfleik, náðum ekki að halda boltanum vel en samt kemst Olga í gegn einn á einn, við vorum nálægt því að skora seinna markið en þær vissulega líka“ sagði Todor Hristov að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti