Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 20:43 Kennslan fer að hluta fram í gámum sem hefur verið komið fyrir á skólalóðinni. vísir Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað. Í bréfi frá skólastjóra Hagaskóla, Ómari Erni Magnússyni kemur fram að nú sé ljóst að áætlanir um uppbyggingu og endurbyggingu á skólalóðinni muni ekki ganga eftir. Skólanum var lokað vegna myglu fyrir rúmum tveimur árum og hófust þá framkvæmdir á skólalóðinni. Kennsla fór fram á síðustu tveimur árum á Hótel sögu, Ármúla og Korpuskóla. „Til að þessi nýja áætlun gangi upp þurfum við að seinka skólasetningardegi frá þriðjudeginum 22. ágúst til mánudagsins 28. ágúst. Mögulegt er að bæta nemendum þessa fjóra skóladaga innan skólaársins og verða þær hugmyndir ræddar með starfsmönnum, nemendum og foreldrum,“ segir í bréfi Ómars. Áætlanir hafi gert ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið. „Við sjáum samt fram á að geta tekið á móti öllum nemendum á skólasvæðinu og hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þannig að það gangi upp með það húsnæði sem verður tilbúið. Stærðarinnar kennslugámar.vísir Við teljum að þrátt fyrir að þröngt verði um okkur tímabundið, muni fara vel um nemendur og starfsmenn þar til næstu áfangar verða tilbúnir til notkunar. Við munum fá afhentar fleiri stofur í áföngum um miðjan september og um mánaðamótin september-október.“ Loks segir að nýtt eða endurbyggt húsnæði lofi góðu. „Þó þetta sé ekki alveg eins og við höfðum séð fyrir okkur er það nógu nálægt til að við gleðjumst yfir því að vera komin með allan skólann heim aftur.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Í bréfi frá skólastjóra Hagaskóla, Ómari Erni Magnússyni kemur fram að nú sé ljóst að áætlanir um uppbyggingu og endurbyggingu á skólalóðinni muni ekki ganga eftir. Skólanum var lokað vegna myglu fyrir rúmum tveimur árum og hófust þá framkvæmdir á skólalóðinni. Kennsla fór fram á síðustu tveimur árum á Hótel sögu, Ármúla og Korpuskóla. „Til að þessi nýja áætlun gangi upp þurfum við að seinka skólasetningardegi frá þriðjudeginum 22. ágúst til mánudagsins 28. ágúst. Mögulegt er að bæta nemendum þessa fjóra skóladaga innan skólaársins og verða þær hugmyndir ræddar með starfsmönnum, nemendum og foreldrum,“ segir í bréfi Ómars. Áætlanir hafi gert ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið. „Við sjáum samt fram á að geta tekið á móti öllum nemendum á skólasvæðinu og hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þannig að það gangi upp með það húsnæði sem verður tilbúið. Stærðarinnar kennslugámar.vísir Við teljum að þrátt fyrir að þröngt verði um okkur tímabundið, muni fara vel um nemendur og starfsmenn þar til næstu áfangar verða tilbúnir til notkunar. Við munum fá afhentar fleiri stofur í áföngum um miðjan september og um mánaðamótin september-október.“ Loks segir að nýtt eða endurbyggt húsnæði lofi góðu. „Þó þetta sé ekki alveg eins og við höfðum séð fyrir okkur er það nógu nálægt til að við gleðjumst yfir því að vera komin með allan skólann heim aftur.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira