„Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. ágúst 2023 20:41 Guðný Geirsdóttir átti stórleik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðný Geirsdóttur, markvörður ÍBV, átti sannkallaðan stórleik í 1-1 jafntefli gegn Þrótti fyrr í kvöld. „Ég er bara nokkuð ánægð með mitt í dag, auðvitað á ég þetta ekkert ein. Það er verið að hjálpa mér að loka markinu en jú flottur leikur af minni hálfu í dag“ sagði Guðný strax að leik loknum. Fyrri leikur þessara liða úti í Vestmannaeyjum lauk með 3-0 sigri ÍBV, Guðný segir sig hafa spilað betri leik þar en í dag. Henni líður greinilega vel gegn Þrótti. „Ég var einmitt að segja við Nik [þjálfara Þróttar], ég held að fyrri leikurinn gegn Þrótti hafi verið betri, ég átti fleiri vörslur þar. En það voru meira svona „reaction“ vörslur, þetta þurfti meiri stökkkraft og svona. En Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna.“ Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og komust snemma yfir, fljótlega tók Þróttur völdin og herjaði að marki ÍBV nær allan fyrri hálfleikinn. Guðný varði margoft, kom út að grípa fyrirgjafir og stappaði stálinu í liðsfélaga sína þegar jöfnunarmark Þróttar kom svo í upphafi seinni hálfleiks. „Við komumst yfir, komum inn af krafti, dettum svo aðeins niður og gefum þeim eiginlega þetta mark. En ákváðum að halda áfram, hvert stig skiptir máli í þessari baráttu sem við erum komnir í núna og mér fannst við hörkuduglegar í dag.“ ÍBV situr í 8. sæti deildarinnar, jöfn á stigum við Keflavík í 9. sætinu. Þessi tvö lið mætast svo næsta þriðjudag. „Það er mjög mikilvægur leikur ef við ætlum að ná að rífa okkur aðeins frá þessu. En það er bara næsta æfing, næsti leikur og við reynum að byggja ofan á frammistöðunni hérna í dag“ sagði Guðný að lokum. ÍBV Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
„Ég er bara nokkuð ánægð með mitt í dag, auðvitað á ég þetta ekkert ein. Það er verið að hjálpa mér að loka markinu en jú flottur leikur af minni hálfu í dag“ sagði Guðný strax að leik loknum. Fyrri leikur þessara liða úti í Vestmannaeyjum lauk með 3-0 sigri ÍBV, Guðný segir sig hafa spilað betri leik þar en í dag. Henni líður greinilega vel gegn Þrótti. „Ég var einmitt að segja við Nik [þjálfara Þróttar], ég held að fyrri leikurinn gegn Þrótti hafi verið betri, ég átti fleiri vörslur þar. En það voru meira svona „reaction“ vörslur, þetta þurfti meiri stökkkraft og svona. En Þróttur er greinilega orðið mitt „mojo“ núna.“ Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og komust snemma yfir, fljótlega tók Þróttur völdin og herjaði að marki ÍBV nær allan fyrri hálfleikinn. Guðný varði margoft, kom út að grípa fyrirgjafir og stappaði stálinu í liðsfélaga sína þegar jöfnunarmark Þróttar kom svo í upphafi seinni hálfleiks. „Við komumst yfir, komum inn af krafti, dettum svo aðeins niður og gefum þeim eiginlega þetta mark. En ákváðum að halda áfram, hvert stig skiptir máli í þessari baráttu sem við erum komnir í núna og mér fannst við hörkuduglegar í dag.“ ÍBV situr í 8. sæti deildarinnar, jöfn á stigum við Keflavík í 9. sætinu. Þessi tvö lið mætast svo næsta þriðjudag. „Það er mjög mikilvægur leikur ef við ætlum að ná að rífa okkur aðeins frá þessu. En það er bara næsta æfing, næsti leikur og við reynum að byggja ofan á frammistöðunni hérna í dag“ sagði Guðný að lokum.
ÍBV Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - ÍBV 1-1 | Eyjakonur héldu Þrótti í skefjum Þróttur Reykjavík tók á móti ÍBV í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, Þróttarinn Sóley María setti boltann í eigið net á 2. mínútu leiksins en liðsfélagi hennar Katla María jafnaði svo metin á 47. mínútu. 10. ágúst 2023 20:48