Fjárfesting erlendra aðila í íslenska vatninu muni skapa fjölda starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Bæjarstjóri Ölfuss á von á því að fyrirhuguð uppbygging nýrra eigenda Iceland Water Holdings í bænum muni skapa fjölda nýrra starfa, en segir hana ekki munu hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“ Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að athafnamennirnir Jón Ólafsson og sonur hans Kristján hafi selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið sé að undirrita kaupsamninga en gengið verði frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Fjárfestarnir hafi í hyggju að stórauka framleiðslugetu fyrirtækisins á Hlíðarenda í Ölfusi, sem muni meðal annars fela í sér byggingu nokkurra verksmiðja til viðbótar við þá sem fyrir er. Sveitarstjóri Ölfus segir sveitarfélagið hafa fundað með fulltrúum nýrra meirihlutaeigenda. „Þeir hafa kynnt fyrir okkur sínar áætlanir, eða drög að þeim, kynnt stefnu sína og áherslur og við höfum gert slíkt hið sama,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann eigi von á að eigendaskiptin muni hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar fjölgun starfa og aðra uppbyggingu. Ekki liggi þó fyrir hversu mörg störf muni skapast. „Við erum nú bara í fyrstu orðum samtalsins og höfum ekki farið í að greina það, en það gæti orðið verulegt. Og bætist þá við þessi 800 til 1200 störf sem þegar eru að verða til innan sveitarfélagsins,“ segir Elliði. Aukin umsvif muni ekki hafa teljandi áhrif á vatnsbúskap á svæðinu. „Ölfus er þannig staðsett. Það er gríðarlega mikið jarðvatn. Þeir þurfa ekki meiri vatnstöku, eða vatnslindir. Það er hverfandi lítil nýting á þeirri lind sem þeir eru með nú þegar. Það eru mjög mikil vatnsgæði þarna. Þannig að áhrif á heildarvatnsbúskap svæðisins, það er dropi í Atlantshafið.“
Ölfus Vinnumarkaður Vatn Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira