Fótbolti

Albert skoraði og lagði upp er Genoa fór áfram í bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson átti góðan leik í kvöld.
Albert Guðmundsson átti góðan leik í kvöld. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images

Albert Guðmundsson lagði upp eitt og skoraði annað fyrir Genoa er liðið komst í 32-liða úrslit ítalska bikarsins, Coppa Italia, í kvöld með 4-3 sigri gegn Modena.

Albert og félagar komust yfir strax á frystu mínútu leiksins, en gestirnir í Modena svöruðu með tveimur mörkum á 29. og 40. mínútu og því leit út fyrir að Modena færi með forystuna inn í hálfleikinn.

Heimamenn jöfnuðu þó metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki frá Johan Vasquez eftir stoðsendingu frá Alberti og staðan því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Albert var svo sjálfur á ferðinni þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega fimm mínútna gamall áður en Mateo Retegui bætti fjórða marki Genoa við stuttu síðar.

Gestirnir minnkuðu muninn þegar um stundarfjórðungur lifði leiks, en þar við sat. Niðurstaðan því 4-3 sigur Genoa sem er á leið í 32-liða úrslit bikarsins á meðan Modena er úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×