Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 12:16 Mikill fjöldi hefur alltaf sótt Hvanneyrarhátíðina í gegnum árin og skemmt sér vel. Aðsend Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna. Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Hvanneyrarhátíð er orðin fastur liður á þessum árstíma á Hvanneyri en staðurinn er þekktastur fyrir bændaskólann, sem hefur rekið óslitið búnaðarfræðslu þar frá 1889. Það stendur mikið til í dag á staðnum enda búið að undirbúa daginn vel með glæsilegri dagskrá eins og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands veit allt um. „Við verðum með nokkuð fjölbreytta dagskrá. Það verður akstursfimi á gömlum traktorum þar sem mun þurfa að sýna leikni í ýmsum þrautum og síðan verður vonandi akstur á gömlum vélum til að sýna. Síðan verður andlitsmálun fyrir börnin og vísindasmiðja fyrir börn og þá sem eru ungir í anda, aðeins að kynna þá starfsemi, sem er hérna hjá okkur í tengslum við Landbúnaðarháskólann og friðlandið, sem við erum innan,” segir Ragnhildur Helga. Það verður líka markaður á staðnum, Landbúnaðarsafnið verður opið og býflugnabóndi ætlar að kynna býflugnarækt. Í kvöld verður svo brekkusöngur á kirkjuhólnum svo eitthvað sé nefnt. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og eina af þeim, sem eru í forsvari fyrir daginn.Aðsend Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að halda svona hátíð? „Það er gríðarlega mikilvægt því að þetta þjappar heimafólki saman því við erum á fullu í undirbúningnum dagana á undan og svo reynum við að sýna okkar bestu hlið þennan dag”, segir Ragnhildur hlægjandi og bætir við. „Svo er þetta líka gaman fyrir brottflutta Hvanneyringa og þá sem hafa verið í skóla hjá okkur og hafa tilefni að koma til okkar og geta verið vissir um að hitta marga í einu og síðan og ekki síður til að sína bara öðru fólki, sem hefur jafnvel aldrei komið á Hvanneyri áður hvað er fjölbreytt starfsemi í gangi og hversu margir búa hér og hvað er gott að vera hérna eins og náttúrulega allir vita hvað er gott að vera á Hvanneyri.” Og allir velkomnir til ykkar í dag? „Allir velkomnir, bara gaman að sjá, sem allra flesta.” Dagskrá dagsins Dagskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg á Hvanneyri og þar er rjómablíða í dag.Aðsend
Borgarbyggð Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira