Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 20:31 Kristín Árnadóttir, sem er ein af vösku konunum í Riishúsinu á Borðeyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins
Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira