Innlent

Hælisleitendur, Úkraína og Barbie í brennidepli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Barbie, hælisleitendur, orkumál og stríðið í Úkraínu verður í brennidepli í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Kvikmyndin Barbie hefur slegið í gegn í kvikmyndahúsum um allan heim. Kristján ræðir Barbie við þær Sigríði Pétursdóttur kvikmyndafræðing og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur sem er prófessor við Listaháskóla Íslands.

Svo koma þær Helga Vala Helgadóttir og Bryndís Haraldsdóttir og takast á um stöðu hælisleitenda sem settir hafa verið á götuna síðustu daga, umdeilt og viðkvæmt en lögum samkvæmt eða hvað?

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra verður til viðtals um hreina orku - Ísland er uppselt er sagt, orkuskiptin nást aldrei nema að kyrrstaða í virkjunum á vindi, vatni og varma verði rofin en hægt miðar. Ræðum einnig lífsvonir ríkisstjórnar.

Í lokin mætir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor sem margsinnis hefur verið í þættinum að fjalla um alþjóðamál. Áfram er það Úkraína þar sem seigfljótandi bylgja manndrápa og eyðileggingar heldur áfram dag frá degi og litlar breytingar í augsýn.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×