Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2023 20:06 Fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg 2023 er Suðurengi á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis. Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira