Lífið

Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lengi vel leit út fyrir að bardagi þessara tveggja myndi raungerast.
Lengi vel leit út fyrir að bardagi þessara tveggja myndi raungerast. vísir

Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega.

Í júní bryddaði Elon Musk, eigandi Twitter, upp á hugmynd að slagsmálum milli hans og Zuckerberg, eiganda samfélagsmiðlarisans Meta. Gerði hann það á sama tíma og Meta vann að þróun samfélagsmiðils í beinni samkeppni við Twitter sem kallast Threads.

Í framhaldinu sagði Dana White forseti UFC að þeir væru báðir tilbúnir til að mætast í hringnum og að bardaginn yrði sá stærsti í sögunni.

Í færslu á Threads segir Zuckerberg að nú sé orðið ljóst að Musk sé ekki alvara með að mæta honum í hringnum.

„Ég bauð dagsetningu. Dana White bauðst til þess að gera þetta að almennilegum bardaga til styrktar góðgerðarmála. Elon vildi ekki staðfesta dagsetningu, segist svo þurfa að fara í aðgerð og biður nú um að fá að mæta mér í garðinum mínum í staðinn,“ skrifar Zuckerberg.

„Ef Elon verður nokkurn tímann alvara með dagsetningu og viðburð, þá veit hann hvar hann nær í mig. Að öðrum kosti er tími til kominn að halda á önnur mið. Ég mun einblína á að berjast við fólk sem tekur íþróttinni alvara.“


Tengdar fréttir

Zucker­berg til í að slást við Musk

Mark Zucker­berg, eig­andi sam­fé­lags­miðilsins Face­book, segist vera til í að mæta Elon Musk, eig­anda sam­fé­lags­miðilsins Twitter í slags­málum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Face­book vinnur nú að þróun nýs sam­fé­lags­miðils sem er keim­líkur Twitter.

Face­book hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtu­dag

Banda­ríska sam­fé­lags­miðla­fyrir­tækið Meta sem rekur Face­book og Insta­gram hefur til­kynnt að það muni setja nýjan sam­fé­lags­miðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtu­dag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni sam­keppni við sam­fé­lags­miðilinn Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×