Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 09:11 JP Mayoga (t.h.) og Makalea Ahhee, kona hans (t.v.) hugga hvort annað á svölum hótels nærri Lahaina. Ferðamenn hafa verið hvattir til að halda sig þaðan. Fjöldi hótela er nú notaður til þess að hýsa íbúa sem hafa misst heimili sín og björgunarlið. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06
Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14