Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 09:58 Mohamed Bazoum hefur verið í haldi valdaræningja í að verða þrjár vikur. Nokkur alþjóðasamtök hafa lýst áhyggjum af aðbúnaði forsetans og fjölskyldu hans. AP/Michel Euler Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. Herforingjastjórnin sem rændi völdum 26. júlí fullyrðir að hún hafi „sannanir“ fyrir því að Bazoum hafi framið landráð og grafið undan öryggi landsins í samráði við erlenda samverkamenn. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjanna, fullyrti að alþjóðleg áróðursherferð stæði yfir gegn stjórn þeirra sem væri ætlað að koma í veg fyrir friðsamlega lausn á ástandinu og réttlæta hernaðaríhlutun nágrannaríkjanna. Það eru samskipti Bazoum við erlenda þjóðarleiðtoga og samtök sem valdaræningjarnir segja að hafi falið í sér landráð. Bazoum, sem er lýðræðislega kjörinn forseti Nígers, hefur verið í stofufangelsi í forsetahöllinni frá valdaráninu ásamt konu sinni og syni. Aðstæður þeirra eru sagðar bágbornar en herforingjastjórnin hafnar því. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) samþykkti í síðustu viku að hafa herlið tilbúið til að skarast í leikinn í Níger. Ekkert hefur þó verið ákveðið um hernaðaríhlutun í landinu. Herforingjastjórnin hefur neitað að taka á móti samninganefnd frá bandalaginu til þessa. Níger Tengdar fréttir Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Herforingjastjórnin sem rændi völdum 26. júlí fullyrðir að hún hafi „sannanir“ fyrir því að Bazoum hafi framið landráð og grafið undan öryggi landsins í samráði við erlenda samverkamenn. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjanna, fullyrti að alþjóðleg áróðursherferð stæði yfir gegn stjórn þeirra sem væri ætlað að koma í veg fyrir friðsamlega lausn á ástandinu og réttlæta hernaðaríhlutun nágrannaríkjanna. Það eru samskipti Bazoum við erlenda þjóðarleiðtoga og samtök sem valdaræningjarnir segja að hafi falið í sér landráð. Bazoum, sem er lýðræðislega kjörinn forseti Nígers, hefur verið í stofufangelsi í forsetahöllinni frá valdaráninu ásamt konu sinni og syni. Aðstæður þeirra eru sagðar bágbornar en herforingjastjórnin hafnar því. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) samþykkti í síðustu viku að hafa herlið tilbúið til að skarast í leikinn í Níger. Ekkert hefur þó verið ákveðið um hernaðaríhlutun í landinu. Herforingjastjórnin hefur neitað að taka á móti samninganefnd frá bandalaginu til þessa.
Níger Tengdar fréttir Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09