Sport

„Bar­­dagi við Gunnar myndi henta vel á þessum tíma­­punkti“

Aron Guðmundsson skrifar
Það væri gaman að sjá Gunnar Nelson og Rafael dos Anjos mætast í búrinu
Það væri gaman að sjá Gunnar Nelson og Rafael dos Anjos mætast í búrinu Vísir/Getty

Ís­lenskt UFC á­huga­fólk bíður nú í of­væni eftir því að sjá hvað er næst á dag­skrá hjá Gunnari Nel­son sem er á tveggja bar­daga sigur­göngu. Á frétta­miðlinum MMA­Junki­e er nafni hans kastaði inn í um­ræðuna sem mögu­legum and­stæðingi hins reynslu­mikla Rafael dos Anjos.

Dos Anjos er fyrrum létti­vigtar­meistari í UFC sem hefur nú skipt yfir í velti­vigtar­deildina. Brassinn laut í lægra haldi gegn Vicente Luqu­e á bar­daga­kvöldi UFC í Las Vegas á dögunum.

MMA blaða­maðurinn Mike Bohn segir að á þessum tíma­punkti ferilsins hjá hinum 38 ára gamla Dos Anjos sé kannski fátt sem heillar en Bohn kastar þó nafni Gunnars Nel­son inn í hringinn sem mögu­legan and­stæðing fyrir næsta bar­daga Dos Anjos.

„Bar­dagi við Gunnar Nel­son er eitt­hvað sem myndi henta vel á þessum tíma­punkti. Plan A hjá Gunnar gegn Dos Anjos væri án efa að ná honum niður í gólfið og reyna að hengja hann en hann er ekki eins mikil líkam­leg ógn líkt og sumir bar­daga­menn deildarinnar.

Það eru góðir mögu­leikar á því að Dos Anjos gæti haldið bar­daganum standandi nógu lengi til þess að eiga mögu­leika á sigri.“

Bohn bendir í sömu and­rá á þá stað­reynd að Gunnar er sjóðandi heitur þessa dagana í UFC, hefur unnið tvo bar­daga í röð með frammi­stöðu sem sjá til þess að hann verð­skuldar bar­daga gegn vel virtum bar­daga­manni á borð við Dos Anjos.

„Gunnar átti í erfið­leikum þegar að honum var stillt upp á móti stórum bar­daga­mönnum á borð við Gil­bert Burns, Leon Edwards og Demian Maia.

Nú þegar að hann er orðinn 35 ára gamall gæti þetta verið síðasta tæki­færi hans til þess að sanna að hann geti náð enn lengra en hann hefur sýnt til þessa.“

MMA

Tengdar fréttir

Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nel­­son á ný

Það má með sanni segja að frammi­staða ís­lenska UFC bar­daga­kappans Gunnars Nel­son, sem hefur nú unnið tvo bar­daga í röð í bar­daga­búrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í velti­vigtar­deildinni geti ekki litið fram hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×