Enski boltinn

Chelsea stað­festir komu Ca­icedo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Moisés Caicedo er orðinn leikmaður Chelsea.
Moisés Caicedo er orðinn leikmaður Chelsea. Twitter@ChelseaFC

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna.

Chelsea hefur verið á eftir hinum 21 árs gamla Caicedo í allt sumar og þó svo að Brighton hafi komist að samkomulagi við Liverpool þá var miðjumaðurinn frá Ekvador ekki á sama máli. Hann ákvað á endanum að ganga í raðir Chelsea og nú hefur það verið staðfest.

Caicedo skrifaði undir níu ára samning við Lundúnafélagið sem borgar metfé fyrir leikmanninn. Um er ræða félagsmet hjá Chelsea sem og fyrir ensku úrvalsdeildina en aldrei hefur félag í deildinni keypt leikmann á jafn háa upphæð.

Chelsea byrjaði ensku úrvalsdeildina á 1-1 jafntefli gegn Liverpool um liðna helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×