Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 07:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent