Yfirmaður samtaka atvinnudómara viðurkennir að Wolves hafi átt að fá víti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:02 Úlfarnir áttu að fá vítaspyrnu þegar Andre Onana lenti á Sasa Kalajdzic í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Stu Forster/Getty Images Jon Moss, yfirmaður samtaka atvinnudómara á Englandi, viðurkenndi fyrir Gary O'Neil, þjálfara Wolves, að dómarar leiksins hafi gert mistök og að lið hans hafi átt að fá vítaspyrnu gegn Manchester United í gær. Úlfarnir máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Old Trafford í gærkvöldi, en með réttu hefðu gestirnir átt að fá gullið tækifæri til að jafna leikinn í uppbótartíma venjulegs leiktíma. André Onana, markvörður Manchester United, kom þá í úthlaup sem endaði á því að hann keyrði Sasa Kalajdzic, sóknarmann Wolves niður. Onana ætlaði að kýla boltann frá marki, en Craig Dawson vann skallaboltann og kamerúnski markvörðurinn komst í raun hvergi nærri boltanum. Dómari leiksins, Simon Hooper, dæmdi hins vegar ekkert og eftir skoðun myndbandsdómara var ákveðið að hann þyrfti ekki að fara sjálfur í skjáinn. Gary O'Neil says PGMOL's Jon Moss spoke to him after the game and has admitted @Wolves should have had a penalty and it was a clear and obvious error.— Simon Stone (@sistoney67) August 14, 2023 Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði svo frá því eftir leik að Jon Moss, yfirmaður samtaka atvinnudómara á Englandi (PGMOL), hefði viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða. „Jon Moss sagði að þetta hafi verið klárt víti. Hann baðst afsökunar sem er bara vel gert hjá honum,“ sagði O'Neil. „Ég er búinn að eyða miklum tíma með honum í dag til að reyna að skilja nýju reglurnar og reyna að næla mér ekki í spjald í fyrsta leiknum, en það mistókst.“ „En vel gert hjá Moss og viðurkenna að þetta hafi verið augljós mistök. Hann trúði ekki ákvörðuninni á vellinum og trúði því ekki heldur að VAR hafi ekki stigið inn í.“ Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Úlfarnir máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Old Trafford í gærkvöldi, en með réttu hefðu gestirnir átt að fá gullið tækifæri til að jafna leikinn í uppbótartíma venjulegs leiktíma. André Onana, markvörður Manchester United, kom þá í úthlaup sem endaði á því að hann keyrði Sasa Kalajdzic, sóknarmann Wolves niður. Onana ætlaði að kýla boltann frá marki, en Craig Dawson vann skallaboltann og kamerúnski markvörðurinn komst í raun hvergi nærri boltanum. Dómari leiksins, Simon Hooper, dæmdi hins vegar ekkert og eftir skoðun myndbandsdómara var ákveðið að hann þyrfti ekki að fara sjálfur í skjáinn. Gary O'Neil says PGMOL's Jon Moss spoke to him after the game and has admitted @Wolves should have had a penalty and it was a clear and obvious error.— Simon Stone (@sistoney67) August 14, 2023 Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði svo frá því eftir leik að Jon Moss, yfirmaður samtaka atvinnudómara á Englandi (PGMOL), hefði viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða. „Jon Moss sagði að þetta hafi verið klárt víti. Hann baðst afsökunar sem er bara vel gert hjá honum,“ sagði O'Neil. „Ég er búinn að eyða miklum tíma með honum í dag til að reyna að skilja nýju reglurnar og reyna að næla mér ekki í spjald í fyrsta leiknum, en það mistókst.“ „En vel gert hjá Moss og viðurkenna að þetta hafi verið augljós mistök. Hann trúði ekki ákvörðuninni á vellinum og trúði því ekki heldur að VAR hafi ekki stigið inn í.“
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira