Fjölgun Covid-19 smitaðra Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 11:51 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira