Íslenska óperan muni neyðast til að hætta starfsemi Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 14:15 Myndin er frá sýningu á óperunni Ragnheiði í Hörpu árið 2014. GÍSLI EGILL HRAFNSSON Rekstrarframlögum til Íslensku óperunnar verður hætt að því fram kemur í áskorun frá stjórn stofnunarinnar. Að því er fram kemur í áskoruninni er niðurskurðurinn svo mikill að stofnunin sér ekki annað í stöðunni en að hætta starfsemi. „Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu,“ segir í áskorun Íslensku óperunnar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá er áskorunin einnig stílað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Áskorunina ritar Pétur J. Eiríksson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar, fyrir hönd stjórnarinnar. „Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma.“ Skora á ríkisstjórnina Pétur segir í áskoruninni að Íslenska óperan hafi haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hafi starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði. Ekki verði um það deilt að stofnunin hafi haft „algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi.“ Einnig segir Pétur að ekki verði um það deilt að stofnunin hafi nýtt fjármagn sitt með hagnýtum hætti. „Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar.“ Að lokum er skorað á ríkisstjórnina að standa vörð um menningarstarfsemina sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir. Þannig megi koma í veg fyrir það „menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður.“ Áskorunina í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar Íslenska óperan Menning Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu,“ segir í áskorun Íslensku óperunnar til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá er áskorunin einnig stílað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Áskorunina ritar Pétur J. Eiríksson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar, fyrir hönd stjórnarinnar. „Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma.“ Skora á ríkisstjórnina Pétur segir í áskoruninni að Íslenska óperan hafi haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hafi starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði. Ekki verði um það deilt að stofnunin hafi haft „algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi.“ Einnig segir Pétur að ekki verði um það deilt að stofnunin hafi nýtt fjármagn sitt með hagnýtum hætti. „Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar.“ Að lokum er skorað á ríkisstjórnina að standa vörð um menningarstarfsemina sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir. Þannig megi koma í veg fyrir það „menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður.“ Áskorunina í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar
Íslensku óperunni hefur verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt, áður en búið er að móta framtíð óperustarfseminnar á landinu sem skapar óhjákvæmilega mikla óvissu. Niðurskurðurinn er svo róttækur að ekki verður séð annað en að stofnunin neyðist til þess að hætta starfsemi. Þó er gert ráð fyrir að óperan fái verkefnastyrk til þess að sviðsetja óperuna Agnesi eftir Daníel Bjarnason haustið 2024, en ríkisstjórnin styrkti pöntun verksins á sínum tíma. Íslenska óperan hefur haldið uppi fjölbreyttri starfsemi í rúma fjóra áratugi. Allt frá byrjun hefur starfsemin einkennst af miklum listrænum metnaði og verður ekki um það deilt að stofnunin hefur haft algjöra forystu á sviði óperuflutnings á Íslandi. Þá verður ekki heldur um það deilt að stofnunin hefur nýtt það fjármagn sem hún hefur haft til umráða með hagnýtum hætti. Til vitnis um þetta má skoða samanburð við rekstur sambærilegra óperustofnanna í nágrannalöndum okkar. Íslenska óperan er í hugum landsmanna okkar Þjóðarópera. Hún hefur starfað í þágu þjóðarinnar af miklum stórhug og mörg hundruð listamenn hafa tekið þátt í uppfærslum hennar sem sýndar hafa verið fyrir mörg þúsund gesti ár hvert. Stjórn Íslensku óperunnar skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um þá mikilvægu menningarstarfsemi sem Íslenska óperan hefur staðið fyrir og koma í veg fyrir það menningarslys sem af því hlytist að leggja stofnunina niður. Fyrir hönd stjórnar Íslensku óperunnar, Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar
Íslenska óperan Menning Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira