Áfall fyrir Englands- og Evrópumeistarana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 19:01 Gæti verið frá keppni fram að jólum. Copa/Getty Images Kevin de Bruyne, einn mikilvægasti leikmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, verður frá næstu þrjá til fjóra mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. De Bruyne var hreint út sagt magnaður á síðustu leiktíð þegar Man City vann þrennuna svokölluðu, það er deild, bikar og Evrópu. Alls tók hann þátt í 49 leikjum, gaf 31 stoðsendingu og skoraði 10 mörk. Hann spilaði hins vegar aðeins 36 mínútur í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem voru enn að plaga hann þegar Man City mætti Burnley í fyrsta leik tímabilsins. Eftir að hafa ekki tekið fullan þátt í undirbúningstímabili City kom á óvart að De Bruyne skildi byrja gegn Burnley og nú virðist það hafa komið í bakið á meisturunum. Hinn 32 ára gamli De Bruyne yfirgaf völlinn snemma leiks og verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina. Þetta staðfesti Pep á blaðamannafundi fyrr í dag. Um er að ræða „alvarleg meiðsli“ samkvæmt Guardiola og gæti leikmaðurinn þurft að fara í aðgerð. Pep Guardiola confirms Kevin De Bruyne has suffered a serious injury:"We have to decide on surgery but he will be out for a few months." pic.twitter.com/i0B1R7Lhzx— B/R Football (@brfootball) August 15, 2023 Man City hóf tímabilið á 3-0 sigri gegn Burnley en nú þarf Guardiola að finna út hvernig hann fyllir skarð De Bruyne sem og İlkay Gündoğan en sá síðarnefndi fór til Barcelona eftir að City-menn tryggðu sér þrennuna síðasta vor. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45 Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
De Bruyne var hreint út sagt magnaður á síðustu leiktíð þegar Man City vann þrennuna svokölluðu, það er deild, bikar og Evrópu. Alls tók hann þátt í 49 leikjum, gaf 31 stoðsendingu og skoraði 10 mörk. Hann spilaði hins vegar aðeins 36 mínútur í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem voru enn að plaga hann þegar Man City mætti Burnley í fyrsta leik tímabilsins. Eftir að hafa ekki tekið fullan þátt í undirbúningstímabili City kom á óvart að De Bruyne skildi byrja gegn Burnley og nú virðist það hafa komið í bakið á meisturunum. Hinn 32 ára gamli De Bruyne yfirgaf völlinn snemma leiks og verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina. Þetta staðfesti Pep á blaðamannafundi fyrr í dag. Um er að ræða „alvarleg meiðsli“ samkvæmt Guardiola og gæti leikmaðurinn þurft að fara í aðgerð. Pep Guardiola confirms Kevin De Bruyne has suffered a serious injury:"We have to decide on surgery but he will be out for a few months." pic.twitter.com/i0B1R7Lhzx— B/R Football (@brfootball) August 15, 2023 Man City hóf tímabilið á 3-0 sigri gegn Burnley en nú þarf Guardiola að finna út hvernig hann fyllir skarð De Bruyne sem og İlkay Gündoğan en sá síðarnefndi fór til Barcelona eftir að City-menn tryggðu sér þrennuna síðasta vor.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45 Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45
Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01