Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:23 Fólk gengur eftir Aðalstræti í sögufræga ferðamannabænum Lahaina sem brann svo gott sem til kaldra kola í síðustu viku. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11