„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 16. ágúst 2023 12:00 Steinunn Birna segir að Íslenska óperan þurfi á óskertum framlögum að halda til að geta starfað áfram. VISIR/VILHELM/ÍSLENSKA ÓPERAN Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi. Íslenska óperan sendi í gær áskorun á ríkisstjórnina þar sem fram kom að stofnunin muni neyðast til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan sagði að skrúfa eigi fyrir rekstrarframlög til stofnunarinnar áður en framtíð íslenskrar óperustarfsemi væri fullmótuð. Menningar- og viðskiptaráðuneytið sendi í kjölfarið út tilkynningu og sagði að svo væri ekki. Búið væri að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar í ár og á næsta ári. Áætlað sé að fjárframlög til óperunnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. Í dag sendi Íslenska óperan út áréttingu þar sem fram kom að þessar 334 milljónir dugi ekki til að halda stofnuninni starfandi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir í samtali við fréttastofu að upphæðin sem ráðuneytið nefndi sé mjög misvísandi. Bróðurparturinn af henni hafi þegar verið greiddur fyrir starfsemi þessa árs. Þá sé verkefnastyrkur fyrir uppsetningu á óperunni Agnesi lagður saman við upphæðina. „Það er augljóst að það er ekki hægt að halda stofnuninni gangandi og hennar starfsemi fyrir þá upphæð sem ætluð er til þessa eina verkefnis. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að hún leggst af sem við teljum mikið menningarslys og vanhugsað.“ Þurfa tvö hundruð milljónir á ári Til þess að hægt sé að halda Íslensku óperunni gangandi þurfi stofnuninn á óskertu framlagi að halda. Það eru í kringum tvö hundruð milljónir á ári samkvæmt Steinunni. Það sé ekki stór upphæð þegar tekið er mið af framlagi Íslensku óperunnar. „Við erum að nýta það fjármagn mjög vel. Sambærilegar óperustofnanir erlendis hafa tvöfalt eða þrefalt þá upphæð fyrir svipaða starfsemi. Það er augljóst að ef stofnunin verður þjóðarópera að það þarf margfalt meira fjármagn til þess að slík stofnun geti starfað og þá þarf það að vera fyrir hendi. Við töldum að það væri stefnan að það héldist í hendur, að Íslenska óperan fengi að starfa þangað til þjóðarópera myndi taka við. En með þessu móti verður löng eyða í starfseminni sem er mjög slæmt.“ Steinunn segir að stofnunin sé ekki að biðja um hærri upphæð en áður. „Við þurfum bara að halda því sem við höfðum, við erum ekki að biðja um neina aukningu. Við erum bara að biðja um að ráðuneytið haldi stofnuninni lifandi þangað til þessi þjóðarópera, sem við vitum ekki hvar er stödd því okkur hefur hreinlega ekki verið sagt það, tekur við.“ Íslenska óperan Menning Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenska óperan sendi í gær áskorun á ríkisstjórnina þar sem fram kom að stofnunin muni neyðast til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan sagði að skrúfa eigi fyrir rekstrarframlög til stofnunarinnar áður en framtíð íslenskrar óperustarfsemi væri fullmótuð. Menningar- og viðskiptaráðuneytið sendi í kjölfarið út tilkynningu og sagði að svo væri ekki. Búið væri að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar í ár og á næsta ári. Áætlað sé að fjárframlög til óperunnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. Í dag sendi Íslenska óperan út áréttingu þar sem fram kom að þessar 334 milljónir dugi ekki til að halda stofnuninni starfandi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir í samtali við fréttastofu að upphæðin sem ráðuneytið nefndi sé mjög misvísandi. Bróðurparturinn af henni hafi þegar verið greiddur fyrir starfsemi þessa árs. Þá sé verkefnastyrkur fyrir uppsetningu á óperunni Agnesi lagður saman við upphæðina. „Það er augljóst að það er ekki hægt að halda stofnuninni gangandi og hennar starfsemi fyrir þá upphæð sem ætluð er til þessa eina verkefnis. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að hún leggst af sem við teljum mikið menningarslys og vanhugsað.“ Þurfa tvö hundruð milljónir á ári Til þess að hægt sé að halda Íslensku óperunni gangandi þurfi stofnuninn á óskertu framlagi að halda. Það eru í kringum tvö hundruð milljónir á ári samkvæmt Steinunni. Það sé ekki stór upphæð þegar tekið er mið af framlagi Íslensku óperunnar. „Við erum að nýta það fjármagn mjög vel. Sambærilegar óperustofnanir erlendis hafa tvöfalt eða þrefalt þá upphæð fyrir svipaða starfsemi. Það er augljóst að ef stofnunin verður þjóðarópera að það þarf margfalt meira fjármagn til þess að slík stofnun geti starfað og þá þarf það að vera fyrir hendi. Við töldum að það væri stefnan að það héldist í hendur, að Íslenska óperan fengi að starfa þangað til þjóðarópera myndi taka við. En með þessu móti verður löng eyða í starfseminni sem er mjög slæmt.“ Steinunn segir að stofnunin sé ekki að biðja um hærri upphæð en áður. „Við þurfum bara að halda því sem við höfðum, við erum ekki að biðja um neina aukningu. Við erum bara að biðja um að ráðuneytið haldi stofnuninni lifandi þangað til þessi þjóðarópera, sem við vitum ekki hvar er stödd því okkur hefur hreinlega ekki verið sagt það, tekur við.“
Íslenska óperan Menning Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira