Rússneska farið á braut um tunglið Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 15:26 Tunglfarinu Luna-25 var skotið á loft með Soyuz-eldflaug frá Vostotsjníj í austanverðu Rússlandi föstudaginn 11. ágúst. Vísir/EPA Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. Rússar etja nú kappi við Indverja um að verða fyrstir til þess að lenda geimfari á suðurpól tunglsins. Svæðið þykir sérstaklega áhugavert þar sem talið er að vatnís gæti verið að finna í botni gíga í varanlegu myrkri. Vinnanlegt vatn væri dýrmæt auðlind fyrir framtíðarkönnun og landnám tunglsins, meðal annars sem hráefni í eldflaugaeldsneyti. Luna-25 er fyrsta rússneska geimfarið sem kemst á braut um tunglið frá því að Luna-24 gerði það árið 1976. Anatolíj Zak, höfundur vefsíðu sem fylgist með geimáætlun Rússa, segir Reuters-fréttastofunni að áfanginn sé mikilvægur. „Sumir kallað þetta annað tunglkapphlaupið þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Rússland að halda áætluninni áfram. Luna-25 er ekki bara einn leiðangur, hann er hluti af mun stærri áætlun sem nær tíu ár inn í framtíðina,“ segir Zak. Tunglfarinu er ætlað að safna sýnum af tunglgrjóti og ryki til þess að vísindamenn geti áttað sig betur á aðstæðum þar sem mannabústaðir gætu mögulega risið í framtíðinni. Rússland Tækni Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Rússar á leið til tunglsins Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. 11. ágúst 2023 07:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Rússar etja nú kappi við Indverja um að verða fyrstir til þess að lenda geimfari á suðurpól tunglsins. Svæðið þykir sérstaklega áhugavert þar sem talið er að vatnís gæti verið að finna í botni gíga í varanlegu myrkri. Vinnanlegt vatn væri dýrmæt auðlind fyrir framtíðarkönnun og landnám tunglsins, meðal annars sem hráefni í eldflaugaeldsneyti. Luna-25 er fyrsta rússneska geimfarið sem kemst á braut um tunglið frá því að Luna-24 gerði það árið 1976. Anatolíj Zak, höfundur vefsíðu sem fylgist með geimáætlun Rússa, segir Reuters-fréttastofunni að áfanginn sé mikilvægur. „Sumir kallað þetta annað tunglkapphlaupið þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Rússland að halda áætluninni áfram. Luna-25 er ekki bara einn leiðangur, hann er hluti af mun stærri áætlun sem nær tíu ár inn í framtíðina,“ segir Zak. Tunglfarinu er ætlað að safna sýnum af tunglgrjóti og ryki til þess að vísindamenn geti áttað sig betur á aðstæðum þar sem mannabústaðir gætu mögulega risið í framtíðinni.
Rússland Tækni Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Rússar á leið til tunglsins Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. 11. ágúst 2023 07:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Rússar á leið til tunglsins Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí. 11. ágúst 2023 07:10