Hinn 25 ára gamli Paquetá hefur undanfarið verið í fréttum þar sem Englandsmeistarar Manchester City vilja fá hann í sínar raðir. Fréttaflutningurinn hefur tekið nú tekið ákveðna beygju en á föstudagskvöld var greint frá því að leikmaðurinn væri undir rannsókn.
Samkvæmt fréttamiðlum í Englandi, þar á meðal Sky Sports, ku Paquetá hafa brotið veðmálareglur er hann lék enn í heimalandi sínu Brasilíu. Leikmaðurinn neitar sök.
Í frétt Sky Sports segir að möguleg vistaskipti Paquetá til Man City séu í biðstöðu vegna málsins. Sem stendur hefur Man City ekki boðið uppsett verð en talið er að Hamrarnir vilji svipaða upphæð og Declan Rice fór til Arsenal á.