Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 11:48 Öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna koma við sögu í rannsókn New York Times. Getty/Joe Raedle Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Rannsóknin byggir meðal annars á gagnagrunni NASA, opinberum rannsóknarskýrslum og viðtölum við um fimmtíu flugmenn, flugumferðarstjóra og embættismenn. Oftast er um að ræða mannleg mistök en viðmælendur blaðsins sögðu skort á flugumferðastjórum og mikið álag stóran áhættuþátt. Slysin hafa ekki verið bundin við ákveðna flugvelli frekar en aðra og hafa öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna komið við sögu. Flugumferðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kerfið þarlendis eitt það öruggasta í heiminum og meira en áratugur er liðinn frá því að fólk lést í flugslysi vestanhafs, þar sem um var að ræða farþegaflugvél. Flugmenn og flugumferðastjórar segja þó gerast svo oft að vélar lenda næstum því saman, til dæmis við flugtak eða í lendingu, að það sé aðeins tímaspursmál þar til stórslys verður. Vandinn er margþættur en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá öryggisaðilum hafa fæstir flugvellir tekið í notkun búnað til að varna árekstrum á flugbrautunum. Þá uppfylltu aðeins þrír af 313 stærstu flugvöllum landsins markmið flugmálayfirvalda og stéttarfélags flugumferðarstjóra um mönnun í flugturnum. Samkvæmt umfjöllun New York Times búa þannig margir flugumferðastjórar við það að þurfa að starfa sex daga vikunnar, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir fjölda opinberra stofnana um að vinnufyrirkomulagið sé til þess fallandi að þeir geti ekki sinnt störfum sínum sem skyldi. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira
Rannsóknin byggir meðal annars á gagnagrunni NASA, opinberum rannsóknarskýrslum og viðtölum við um fimmtíu flugmenn, flugumferðarstjóra og embættismenn. Oftast er um að ræða mannleg mistök en viðmælendur blaðsins sögðu skort á flugumferðastjórum og mikið álag stóran áhættuþátt. Slysin hafa ekki verið bundin við ákveðna flugvelli frekar en aðra og hafa öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna komið við sögu. Flugumferðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kerfið þarlendis eitt það öruggasta í heiminum og meira en áratugur er liðinn frá því að fólk lést í flugslysi vestanhafs, þar sem um var að ræða farþegaflugvél. Flugmenn og flugumferðastjórar segja þó gerast svo oft að vélar lenda næstum því saman, til dæmis við flugtak eða í lendingu, að það sé aðeins tímaspursmál þar til stórslys verður. Vandinn er margþættur en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá öryggisaðilum hafa fæstir flugvellir tekið í notkun búnað til að varna árekstrum á flugbrautunum. Þá uppfylltu aðeins þrír af 313 stærstu flugvöllum landsins markmið flugmálayfirvalda og stéttarfélags flugumferðarstjóra um mönnun í flugturnum. Samkvæmt umfjöllun New York Times búa þannig margir flugumferðastjórar við það að þurfa að starfa sex daga vikunnar, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir fjölda opinberra stofnana um að vinnufyrirkomulagið sé til þess fallandi að þeir geti ekki sinnt störfum sínum sem skyldi. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjá meira