Þriðjungur vinni meiri fjarvinnu eftir Covid Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 16:18 Talsverð aukning hefur orðið á möguleikum fólks til fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldursins. Getty Tæplega þriðjungur íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins segist vinna meiri fjarvinnu eftir Covid-19 faraldurinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%. Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%.
Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira