Bjóða starfsfólki að læra íslensku með gervigreind Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. ágúst 2023 20:41 Malgorzata Anna Kodziolka kemur frá Póllandi hefur hefur starfað hér á landi í um 16 ár. Vísir/Ívar Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna ásamt því að veita betri þjónustu. Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum. Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum.
Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira