Telur Greenwood ekki hafa brotið af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdastjóri Man United hefur tjáð sig um mál Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, trúir ekki að enski framherjinn Mason Greenwood hafi framið þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira