Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 10:14 Christie, Pence, DeSantis og Ramaswamy spjalla í hléi. Þeir tókust ansi hart á þegar kappræðurnar voru í gangi. Morry Gash/AP Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira