Óskar Hrafn: Stærri leikur en nokkur annar hjá Breiðabliki í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson getur farið með Breiðablik í riðlakeppnina fyrst íslenskra félagsliða. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir leik dagsins hjá Breiðabliki en liðið spilar þá fyrri leik sinn á móti Struga í baráttu um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira