Skáksambandið vill halda Íslandsmótið í Mosfellsbæ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 11:22 Mynd er úr safni frá Íslandsbikarnum í skák árið 2021. Vísir/Vilhelm Skáksamband Íslands vill halda Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ á næsta ári. Sambandið hefur sent bæjarstjóra Mosfellsbæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári. Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel. Skák Mosfellsbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel.
Skák Mosfellsbær Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira