Frá þessu greinir Valur í tilkynningu á samfélagsmiðlum.
Kristinn er 26 ára gamall og kemur til Vals frá hollenska liðinu Aris Leeuwarden en þar var hann með tólf stig og fimm fráköst í leik á síðasta tímabili.
Á sínum ferli hefur Kristinn einnig leikið með Grindavík, Marist háskólanum, Stella Azura á Ítalíu og uppeldisfélagi sínu Njarðvík.
„Kristinn er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og passar fullkomlega inní þennan leikstíl sem við höfum spilað undanfarin ár. Ég þekki Kidda vel síðan ég þjálfaði hann í yngri landsliðunum. Við erum ekki bara að fá hörku leikmann heldur lika toppkarakter og liðsfélaga” sagði Finnur Stefánsson þjálfari Vals um Kristinn.