Það er Sky Sports sem greinir frá en leikmaðurinn hefur verið orðaður við félagsskipti til fjölmörg lið í Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United.
Heimildir Sky Sports herma að þessi áhugi annarra félaga á Amrabat valdi því að leikmaðurinn sé ekki með hugann á réttum stað fyrir komandi verkefni Fiorentina og því sé hann utan hóps.
Manchester United hefur lengi vel haft áhuga á kröftum Amrabat og eru forráðamenn félagsins þessa dagana að velta því fyrir sér að leggja fram tilboð í kappann.
Sömu sögu er að segja af Liverpool, sem samkvæmt Sky á Ítalíu átti í viðræðum við Fiorentina á dögunum.
Sky Sports segir Amrabat enn í plönum Fiorentina en ef að tilboð í kringum 21 milljón punda berist, sé félagið reiðubúið til að skoða mögulega sölu.
Samningur Amrabat við Fiorentina rennur út næsta sumar en ákvæði er í samningi hans þess efnis að félagið geti framlengt samninginn um eitt ár.