Loksins hægt að kaupa Mary Earps treyjur eftir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 16:31 Mary Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins sem lauk um helgina. getty/Richard Callis Stuðningsmenn enska landsliðsins geta loks keypt treyjur Marys Earps, markvarðar liðsins, eftir heimsmeistaramótið þar sem England endaði í 2. sæti. Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi gagnrýndi Earps Nike harðlega fyrir að framleiða bara treyjur útileikmanna enska liðsins en ekki markvarðartreyju hennar. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig. Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti. Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni.“ Rúmlega 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til Nike að selja treyju Earps. Sextán ára ensk fótboltaáhugakona, Emmy, byrjaði með undirskriftarsöfnunina. Og Nike hefur loks orðið við beiðninni að selja treyju Earps, nú þegar heimsmeistaramótinu er lokið. Takmarkað upplag markvarðartreyja Englands, Bandaríkjanna, Frakklands og Hollands verður til sölu á heimasíðum knattspyrnusambanda landanna. Earps var valin besti markvörður heimsmeistaramótsins. Hún fékk aðeins fjögur mörk á sig á HM og varði vítaspyrnu í úrslitaleik mótsins þar sem England tapaði fyrir Spáni, 1-0. Earps var einnig valin besti markvörður EM í fyrra þar sem Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Þá var hún valin besti markvörður heims 2022 af FIFA. Hin þrítuga Earps hefur spilað 41 landsleik fyrir England. Hún leikur með Manchester United.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira