Fólk á sjötugsaldri í skuldavanda vegna smálána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 19:17 Formaður Neytendasamtakanna segir að borið hafi á því undanfarið að fólk á sextugs- og sjötugsaldri hafi leitað aðstoðar vegna smálánaskulda. Í einhverjum tilfellum sjái fólkið fram á að þurfa selja eignir sínar og fara á leigumarkað. Vísir/Sigurjón Talsvert hefur borið á því að fólk á sextugs og sjötugsaldri leiti til Neytendasamtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka. Formaður telur að ferðaþjónustan ætti að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“ Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hækkuðu stýrivexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 9,25 prósent. Stýrivextir hafa hækkað fjórtán sinnum í röð en Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hækkunina í gær þó hafa komið á óvart. „Við erum að sjá það að verðbólgan er að fara niður og spennan er vegna ákveðinna atvinnugreina. Það hefði verið hægt að nota önnur tól og tæki frekar en endalausar stýrivaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.“ Eins og hvað, hvaða leiðir sérð þú? „Ef það er rétt sem Seðlabankinn heldur fram, að þetta sé vegna þess að ferðaþjónusta sé í einhverri yfirspennu þá þarf að ráðast að henni með gjaldtöku eða einhverjum takmörkunum svo spennan verð ekki of mikil þar. Ekki þannig að við neytendur þurfum að bera þær byrðar nánast ein og sér.“ Dæmi um fólk á „besta aldri“ í skuldavanda vegna smálána Breki segir hækkunina koma harðast niður á þeim sem síst skyldi, og að nýr hópur leiti nú í síauknum mæli til Neytendasamtakanna. „Það er hópur fólks á besta aldri, á aldrinum 60 til 70 ára. Fólk sem á eignir en hefur komið sér í miklar skammtímaskuldir vegna þess að það er að reyna brúa bilið. Það nær ekki að borga af lánunum sínum og tekur smálán til þess að brúa það bil,“ segir Breki. Smám saman fari boltinn að rúlla og mjög erfitt geti reynst að vinda ofan af vandanum. „Þetta eru allt upp í átta milljóna króna smálánaskuldir sem fólk hefur safnað hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og er í verulegum vanda. Það sér jafnvel fram á að þurfa selja ofan af sér og fara á leigumarkað.“ Hann hvetur fólk til að leita sér aðstoðar fyrr en síðar. „Ekki bíða ef þú telur að þú þurfir á hjálp að halda. Það er hægt að leita til okkar hjá Neytendasamtökunum, Umboðsmanns skuldara eða annarra samtaka sem hjálpa fólki í vandræðum,“ segir Breki Karlsson, formaður neytendasamtakanna.“
Verðlag Seðlabankinn Neytendur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira