Óvíst að upplýsingar um þyngd og hæð séu réttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2023 10:39 Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram. AP Photo/Alex Brandon Óvíst er að upplýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í Atlanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Forsetinn var ásamt átján samstarfsmönnum ákærður vegna tilrauna til þess að snúa niðurstöðum forsetakosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fangamynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar á hæð. Í umfjöllun Washington Post segir að upplýsingar um þyngd og hæð samstarfsmanna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi samstarfsmenn hans líkt og Cathy Latham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár. Þá var Rudy Giuliani, lögmaður Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentímetrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upplýsingum hins vegar breytt án skýringa og lögmaðurinn þá skráður 180 sentímetrar að hæð og 104 kíló að þyngd. Washington Post hefur eftir ónefndum aðila sem tengist einum af sakborningum í málinu að starfsfólk lögregluembættisins í Atlanta biðji sakborninga ekki um upplýsingar um hæð og þyngd og þá sé sakborningum ekki gert að stíga á vigt. Viðkomandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upplýsingar á ökuskírteininu sínu og segist viðkomandi ekki hafa hugmynd um hvaðan upplýsingarnar komu. Ítrekað rætt holdafar Bandaríski miðillinn segir lögregluembættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrirspurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að áhuginn á hæð og þyngd Bandaríkjaforsetans komi frá hans eigin fullyrðingum um þær en forsetinn hefur auk þess verið duglegur að minnast á holdafar annarra. Árið 2016 sagðist forsetinn vera 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Sagðist forsetinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að forsetinn væri 190 sentímetrar að hæð og 108,4 kíló. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkaþings, skaut meðal annars á forsetann í heimsfaraldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn umdeilt malaríulyf gegn Covid-19.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira